Ljómandi og sólkysst húð með My Clarins Re-Boost

Við höfum sagt það áður og segjum það aftur, við elskum lituð dagkrem. Það er einfaldlega vara sem flestir geta notað og gerir svo mikið fyrir okkur án þess að vera of flókin eða fyrirferðarmikil. Í Ljómandi Beautyboxinu okkar leyndist einmitt nýjasta litaða dagkremið okkar frá My Clarins.

Sýnikennsla

Agnes Björgvins fer yfir Ljómandi Beautyboxið með okkur. Sýnikennslan með litaða dagkreminu byrjar á 04:18.

My Clarins Re-Boost Refreshing Hydrating Cream sem leyndist í Ljómandi Beautyboxinu er létt litað gelkennt krem sem veitir húðinni orku, léttan sólkysstan lit og fallegan ljóma. Kremið hentar öllum húðgerðum og jafnar húðina og gefur henni geislandi fallegan blæ. Kremið er borið á húðina með höndum eða bursta.

Við mælum innilega með því að þið kynna ykkur líka hinar vörurnar í My Clarins en í línunni leynast rakakrem, hreinsar og bólubanar. My Clarins er dótturlína risa merkisins Clarins en er þó frábrugðin því þar sem vörurnar eru 100% vegan og ekki prófaðar á dýrum. My Clarins vörurnar eru fullar af ávöxtum og plöntum, einfaldar og hreinar. My Clarins hentar öllum aldri en þar sem vörurnar eru einfaldar og ekki mjög virkar og á frábæru verði þá eru þær líka mjög sniðugar fyrir yngri kynslóðina eða fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í húðimhirðu.

Myndir: Kristín Sam
Texti: Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *