Laumugull – vörur sem er vert að veita athygli

Við hjá Beautybox.is erum þeirrar gæfu njótandi að fá að prófa allskonar snyrtivörur. Það er okkur mjög mikilvægt að prófa vörur til þess að vita hvað við erum að tala um og til að geta aðstoðað ykkur sem allra best.

Hér á eftir eru nokkrar vel valdar vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur í Beautybox.is. Nokkrar af þessum vörum eru nú þegar vinsælar, aðrar ágætlega þekktar en sumar þeirra virðast vera algjörlega óþekktar. Allar eiga það sameiginlegt að vera algjörlega frábærar og okkur langar að veita þeim smá verðskuldaða auka athygli.

Clinique ID

Clinique ID línan er ein mesta snilld sem við vitum um. Kremin minna okkur á búðina Build A Bear sem gerði allt vitlaust fyrir þó nokkrum árum síðan en þá gat maður hannað sinn eiginn bangsa. ID línan frá Clinique er einmitt þannig – þú býrð til þitt eigið krem. Til að byrja með velur þú grunn:

 • Hydrating Jelly – létt gel sem hentar öllum húðtegundum.
 • Moisturizing Lotion – sem hentar þurrum húðgerðum.
 • Oil Control Gel – sem hentar feitum húðgerðum.
 • BB Gel – sem er litað gel krem sem hentar öllum húðtegundum
 • Eða Clearing Jelly – sem hentar þeim sem eru að klást við bólur.
-25%
Original price was: 7.030 kr..Current price is: 5.273 kr..

Svo velur þú pumpu með þeirri virni sem þú vilt fá úr kreminu:

 • Uneaven Skintone – fyrir þau sem eru með litabreytingar í húð.
 • Porse & Uneven Skin texture – fyrir þau sem eru með ójafna áferð eða grófa húð.
 • Fatique – fyrir þau sem eru með þreytta og líflausa húð sem þarf orkubúst.
 • Lines & Wrinkles – fyrir fínar línur og hrukkur.
 • Irritation – fyrir pirraða húð.
 • Eða For Imperfections – fyrir þau sem eru með bólur og erfiða húð.

Svo einfaldlega stingur þú pumpunni í kremið. Pumpan dælir út nákvæmu magni af kremi og virku efni og þú ert komin með krem sérhannað fyrir þína húð. Hversu mikil snilld.

Bondi Sands Back Applicator

Bondi Sands Back Applicator eða kærastinn eins og við köllum hann er frekar ný vara hjá okkur. Hún byrjar vel en má algjörlega fá meiri athygli. Back Applicator er  frábær vara bæði til þess að bera sjálfbrúnku á bakið en einnig frábært tól fyrir þau sem eru með bólur á bakinu og ná ekki nógu vel að þrífa bakið.

Það er sem dæmi hægt að hafa hann í sturtunni, bera hreinsigel á burstann og nota hann til þess að hreinsa bakið. Passið bara að þrífa hann vel á milli og leyfa honum að þorna eftir notkun. Nú er engin þörf á að ónáða makann, Bondi Sands kærastinn reddar málunum.

Bondi Sands – Back Applicator

1.470 kr.

Bondi Sands Self Tan Back Applicator er frábært tól til að bera sjálfbrúnku á bakið og aðra staði sem erfitt er að komast að.

Vörunúmer: BON 795072 Flokkar: , , Merkimiðar: , ,
Frekari upplýsingar

Browgame Plokkararnir

Það er fátt meira pirrandi en að finna búkonuhár á hökunni, sækja plokkara og berjast við að ná einu hári af sem plokkarinn nær ekki taki á og jafnvel særa húðina í leiðinni. Plokkari er vara sem maður pælir kannski ekkert sérlega mikið í dag frá degi, en þegar maður eignast gæða plokkara þá fattar maður hvað maður er búinn að vera að erfiða fyrir sér í mörg ár.

Stundum er vert að spara aurana í tól en alls ekki í þessu tilfelli því ef þú fjárfestir í gæða plokkara frá Browgame þá áttu ekki að þurfa annan út lífsleiðina.

Smashbox Halo Fresh Powder

Við erum frekar nýbúin að uppgötva þetta frábæra púður frá Smashbox og vá! Það er strax komið í holy grail listann hjá okkur. Einhverra hluta vegna virðist púður oft sjást á húðinni, setjast í línur og láta húðina virka þurra en ekki bara mattaða. En Halo Fresh púðrir gefur enga auka áferð á húðina. Það tekur glans, án þess að gera húðina of matta. Sest ekki í neinar línur, ekki einu sinni undir augunum.

Það er einnig með innbyggðum malara þannig að þú snýrð því og lítið púður leysist upp í einu sem gerir það að verkum að það fer ekki yfir alla baðherbergis innréttinguna þegar maður notar það.

Glamglow Brighteyes

Við höfum sagt það áður að Glamglow er svo sannarlega ekki bara útlitið heldur eru innihaldsefnin í vörunum algjör bomba. Brighteyes er rík af peptíðum (sem örva kollagen framleiðslu), koffín sem vekur upp þreytt augu og hýalúronsýru sem gefur húðinni raka.

Brighteyes er augnkrem sem við förum aftur og aftur í, því við höfum séð mun eftir að nota það og einnig eftir að nota það ekki, og þá sérstaklega þegar kemur að fínum línum. Augnkrem geta verið dýr, og þá sérstaklega augnkrem með anti-ageing áhrifum en Brighteyes er á mjög góðu verði fyrir gæði.

Dr. Dennis Gross DRX SpotLite Acne Treatment Device

Þessa græju höfum við notað í 2 ár, en viðurkennum að við höfðum enga trú á henni til að byrja með. En þvílíkt kraftaverkatæki. Tækið er meðferð gegn þrymlabólum sem notar blá og rauðljósatækni sem er klínískt sönnuð frá FDA í Bandaríkjunum. Bláa ljósið vinnur gegn bakteríunum sem mynda þrymlabólur og rauða ljósið græðir húðina og dregur úr bólgum og roða. Þú einfaldlega kveikir á tækinu og heldur því upp að bólu í 3 mínútur eða þangað til tækið slekkur sjálft á sér.

Við fundum þvílíkan mun eftir að byrja að nota tækið en það stoppar bólur frá því að verða stórar og sárar og minnkar bólgur. Fyrir þau sem hafa ekki tök á því að næla sér í grímuna frá Dr. Dennis er þetta algjör snilld, og líka smá sport. Af okkar reynslu hefur t.d. verið mun auðveldara að fá unglingsdrengi til að nota græjuna heldur en húðvörur.

Mr. Blanc Bamboo Charcoal Teeth Whitening Polish

Allir sem elska rauðvín ættu að eiga eitt svona tannkrem. Kolatannkremið hjálpar við að fjarlægja bletti af tönnum og hvíttar þær með reglulegri notkun. Ef þú ert með tennur sem litast auðveldlega við eitt rauðvínsglas þá er þetta algjör life changer.

FAce Halo Body

Face Halo Body er frábær líkamsskrúbbur sem hægt er að nota þurran til að þurrbursta húðina og einnig blautan í sturtunni. Hanskinn er tvíhliða og mælum við með að nota grófu hliðina fyrst til þess að skrúbba húðina vel og svo svörtu hliðina eftir á til þess að hreinsa djúpt ofan í húðholurnar svo húðin verði mjúk og slétt.

Face Halo Body er það besta sem við vitum þegar kemur að því að fjarlægja gamla sjálfbrúnku, maður einfaldlega sér brúnkuna flagna af húðinni. Algjör snilld.

Face Halo Body

3.990 kr.

Face Halo Body skrúbbar og þrífur húðina svo hún verður slétt og geislandi.

Frekari upplýsingar

Glamista Detail Brush

Glamista hárburstinn er glænýr hjá okkur. Sumum reynist ómögulegt að setja í sig fallegt og slétt tagl en með hjálp burstans er það ekkert mál. Burstann er einnig hægt að nota til að túbera hárið.

Glamista – Detail Brush

2.490 kr.

Náðu hinu fullkomna tagli með Detail burstanum frá Glamista Hair.

Frekari upplýsingar

Total Lip Treatment

Total Lip Treatment frá Sensai er vinsælasta varanæringin okkar en hún þarf að fá smá pláss hérna líka þar sem hún gerir algjöra töfra. Formúlan er silkimjúk og má nota bæði á varirnar og allt munnsvæðið til þess að draga úr hrukkum.

Að okkar reynslu er best hægt að líkja þessari vöru við varafyllingar yfir nótt því ef maður ber hana á fyrir svefninn þá vaknar maður með svo rakafullar varið að það er eins og þær hafi stækkað smá yfir nóttina. Gætum ekki mælt meira með.

Sensai – Cellular Performance Total Lip Treatment

14.600 kr.

Vinsæla varan okkar snýr aftur betri en nokkru sinni fyrr.

Þessi nýja og silkimjúka formúla ljáir vörunum raka og næringu. Hún smýgur djúpt undir yfirborð varanna, beinir athyglinni að útlínum þeirra og veitir þeim náttúrulega fyllingu. Háþróuð formúlan er silkimjúk viðkomu en helst jafnframt á sínum stað. Njóttu þess að vera með þrýstnar og fallegar varir.

Vörunúmer: SEN 94242 Flokkar: , , , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Shiseido Synchro Skin Self Refreshing Cushion Copmact

Shiseido farðarnir eru mjög vinsælir en einhvern vegin hefur cushion farðinn gleymst í umræðunni. Hann er léttur en gefur náttúrulega miðlungsþekju sem er hægt að byggja upp. Áferðin er ótrúlega falleg og hann gefur húðinni raka en dregur á sama tíma úr umfram olíu, smitast ekki og þolir svita og raka. Hann er líka fullkominn til að hafa í veskinu til þess að laga förðunina yfir daginn.

Smashbox Always on Gel Liner

Gel Eyelinerarnir frá Smashbox eru einir bestu eyelinerarnir í bransanum. Þeir eru vatnsheldir, litsterkir og haldast á allan daginn. Það er fátt meira pirrandi en að enda eins og pandabjörn eftir nokkra tíma með eyeliner og því mælum við svo mikið með þessum pennum því þeir haggast ekki. Þeir koma líka í 5 fallegum litum.

Smashbox – Always On Gel Liner (fleiri litir)

Original price was: 4.770 kr..Current price is: 3.339 kr..

Sérlega litsterkur og endingargóður mjúkur augnblýantur sem rennur vandræðalaust yfir húðina og auðveldar þér að nota sköpunarkraftinn við förðunina.

Frekari upplýsingar

Chitocare Serum Mask

Við elskum ChitoCare vörurnar, þær eru svo nærandi og verndandi. En serum maskinn frá þeim er einstakur að því leiti að hann er niðurbrjótanlegur. Eða þ.e.a.s. hann er tilvalinn til þess að nota fyrir andlitið í baði, og eftir 20 mínútur getur þú tekið hann af þér, sett í baðið og hann leysist upp og líkaminn þinn fær að njóta góðs af nærandi innihaldsefnunum líka. Algjör dásemd.

Shiseido Arch Liner

Þennan eyeliner vorum við bara að uppgötva í vikunni þó svo hann sé búinn að vera hjá okkur síðan merkið kom. Stundum leynast nefnilega gull fyrir framan mann en maður sér þau ekki. En þvílíka snilldin sem þessi eyeliner er fyrir þau sem eru óvön að setja á sig eyeliner. Penninn er nefnilega skásettur og agnarsmár sem gerir hann ótrúlega auðveldan í notkun en maður þarf aðeins að leggja hann við gagnaugað og draga að auganu.

Shiseido – ArchLiner Ink Black

4.550 kr.

Örnákvæmur eyeliner sem endist í 24 klukkustundir. 0,4ml

Vörunúmer: SHI SH147324 Flokkar: , , , Merkimiði:
Frekari upplýsingar

Imbue hárvörurnar

Imbue hárvörurnar eru algjörlega frábærar, ekki bara fyrir þau sem að fylgja Curly Girl aðferðinni heldur fyrir alla sem að vilja auka heilbrigði hársins. Þær eru lausar við olíubyggð sílikon, paraben, súlföt og þurrkandi alkahól og ilma dásamlega. Við sáum þvílíkan mun eftir að við prófuðum þær, hárið er heilbrigðara og hamingjusamara.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *