Segðu fyrirgefðu við hárið þitt með Lee Stafford

Lee Stafford hárvörurnar er nýjasta hárvörumerkið okkar á Beautybox.is en vörurnar höfum við þó þekkt lengi. Nýjasta lína Lee Stafford heitir Hair Apology og vorum við svo heppin að fá að leyfa ykkur að kynnast vörulínunn í Ljómandi Beautyboxinu en í því leyndist vara í fullri stærð Hair Apology Power Shots að andvirði 3.950 kr.

Sýnikennsla

Agnes Björgvinsdóttir fór yfir Ljómandi Beautyboxið með okkur og byrjar Hair Apology sýnikennslan á mínútu 2:55.

Hair Apology svarar neyðarkalli hárs sem getur einfaldlega ekki meira. Línan inniheldur 5 vörur sem endurbyggja, mýkja og styrkja hárið en einnig verja það gegn frekari skemmdum. Hair Apology Power Shots er áhrifarík meðferð fyrir skemmt, ofmeðhöndlað hár. Hvert hylki inniheldur ofurskammt af prótíni, silki og keratíni sem græða ný og gömul hársár.

Hylkin skal setja í rakt og hreint hárið. Hárið er svo blásið eða því leyft að þorna. Fyrir mjög skemmt hár er hægt að nota hylkin í hvert skipti sem hárið er þvegið en því heilbrigðara sem hárið er því sjaldnar skal nota hylkin. Þið finnið það sjálf hversu oft þið þurfið á vörunni að halda.

Aðrar vörur í línunni

Hair Apology sjampóið inniheldur ekki súlföt og hreinsar því veikburða hár á mildan hátt. Hárnæringin í línunni eykur teygjanleika hársins svo það brotni síður og mýkir og styrkir hárið. 10in1 spreyið veitir hárinu auka raka, en er einnig hitavörn, glans og flókasprey sem nærir og verndar skemmt og ofmeðhöndlað hár og síðast en ekki síst er djúpnæring í línunni sem gefa hárinu enn dýpri raka og viðgerð. Við mælum svo sannarlega með að prófa, því árangurinn finnst strax.

Myndir: Kristín Sam
Texti: Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *