Mars Beautyboxið

**ATH boxið er uppselt !**

Annað Beautyboxið inniheldur 4 vörur í fullri stærð og 2 snyrtivöru prufur.

Í boxinu var:

Baby Foot 3.290 kr Pakkinn innheldur sokka sem þú klæðir þig í eftir að hafa þvegið fæturna. Þú ert í sokkunum í klukkustund og þværð þér svo aftur með sápu og vatni. Eftir 2-7 daga byrja dauðu húðfrumurnar að flagna af á náttúrulegan hátt og fæturnir á þér verða mjúkir eins og á litlu barni.

L’Oréal Sugar Scrub Glow 1.690 kr Glæ ný vara! Sykurskrúbbur sem inniheldur þrjár ólíkar gerðir af náttúrulegum sykri ásamt fræjum greipávaxtar sem er ætlað að hreinsa húðina og færa henni aukna glóð með því að leysa upp sindurefni í húðinni. Skrúbbinn má einnig nota á varirnar.
100% náttúrulegir hreinsar sem jafna áferð húðarinnar.

Elite Model Accessories Duo Fiber Brush – 1.450 kr Stór og mjúkur púður og farðabursti sem gefur létta áferð. Tvískiptur bursti, hvítu hárin taka upp farðan og svörtu hárin setja mjúka og fallega áferð.

Rimmel Only 1 varalitur2.500 kr Langvarandi varalitur frá Rimmel sem að gefur raka og endist allan daginn. – Rimmel er væntanleg hjá okkur á næstu vikum!

Prufa af NanogenThickening Hair Treatment Shampoo og Nanogen Thickening Hair Treatment Conditioner – 6ml prufur – Nanogen er heil vörulína af hárvörum sem örva vöxt og auka þykkt hársins. Nanogen hárþykkingarsjampó og næring innihalda virka hárvaxtaþætti og gefa hárinu á sama tíma frábæra lyftingu. Þú færð þykkara og heilbrigðara hár með hverjum þvotti.

Í öllum boxunum er svo einnig Rísegg frá Freyju.

Andvirði boxins er um 9.200 kr en boxið var aðeins á 3.990 kr.

Vörurnar í boxinu

Fyrsta Beautyboxið

**ATH boxið er uppselt !**

Skemmtileg staðreynd! Beautybox.is átti upphaflega að vera mánaðarlegt snyrtivörubox en breyttist svo í netverslun. Við höldum samt enn í upphaflegu hugmyndina en nú gefum við út snyrtivörubox 4 sinnum á ári. Í mars, júní, september og desember.

Fyrsta boxið okkar kom út 2. desember og hefur fengið frábærar viðtökur.

Vörurnar koma í fallegu boxi sem hægt er að nota til þess að geyma snyrtivörurnar í.

Í fyrsta boxinu var:

Max Factor High Precision Liquid Eyeliner – venjuleg stærð.
L’Oréal Paris – Multimasking Play Kit 3x10ml – venjuleg stærð.
St. Tropez – Self Tan Express Advanced Bronzing Mousse – 50 ml prufa.
RapidEye – 3ml prufa.
Italian Silver Design – The Beauty Glove – lítill hanski.
Glisten Cosmetics – Glitter Gel Burning Desire 5ml prufa
Lindor rauð súkkulaði kúla.

Hægt er að lesa meira um vörurnar í bloggi hér: https://beautybox.is/hvad-leyndist-fyrsta-beautyboxinu/

Andvirði boxins var um 10.000 kr en boxið kostaði aðeins á 3.990 kr.

Vörurnar í fyrsta boxinu