Sumar Beautyboxið

**ATH Boxið er seldist upp í forsölu !!** næsta box kemur í byrjun september.

Sumar Beautyboxið okkar var einstaklega glæsilegt og innihélt það 1 vöru í fullri stærð, 3 lúxusprufur og 1 bréfprufu. Í þetta skiptið er boxið með smá þema og eru vörurnar sérstaklega valdar til þess að kalla fram fallega og heilbrigða húð fyrir sumarið.

Í boxinu var:

1. Mádara – SOS Hydra Repair Intensive Serum 5.640 kr 

Mádara er nýtt merki á Beautybox.is ! – Serum sem hægir á öldrun húðar, styrkir, stinnir og veitir húðinni fullkomin raka. Ver húðina fyrir utanaðkomandi áreiti. Serumið er sérstaklega blandað fyrir norræna húð og inniheldur hörfræ og hyaluronic sýru sem fer fljótt inn í húðina og verndar hana allan daginn.  Frábært fyrir allar húðgerðir og allan aldur, þó sérstaklega fyrir húð sem þarfnast raka og ljóma og enduruppbyggingu gegn fínum línum og hrukkum. Einnig gott fyrir feita húð þar sem serumið gefur innri húðlögum raka. Lífrænt vegan, Cruelty Free, hnetu og glúten frítt.

2. Sóley Orgaincs – eyGló rakakrem 7.490 kr

15ml lúxusprufa

Í fyrsta skipti er íslenskt merki í boxinu og erum við ákaflega stolt af því! – Lífrænt vottað andlitskrem með villtum íslenskum jurtum. eyGLÓ nærir húðina og kallar fram náttúrulegan ljóma hennar. Þykkt andlitskrem sem inniheldur mikið af andoxunarefnum sem lífga upp húðina og fá þurra og líflausa húð til að ljóma og auka einnig teygjanleika og endingu hennar. Lífrænt, vegan and cruelty free.

3. RapidRenew 7.090 kr

15ml lúxusprufa

Dásamlegur kornaskrúbbur sem borinn er á andlit og háls. Skrúbburinn hjálpar húðinni að endurnýja sig, húðin verður strax mýkri, bjartari og fær unglegra yfirbragð. RapidRenew inniheldur Hexatein 5 sem er háþróuð blanda af magnesíumoxíð, kristöllum, fjölpeptíð, alfa-hýdroxýsýru (lime pearl), bromelain ensími, natriumbikarbonat og A, C og E vítamínum . RapidRenew er vottað af húðlæknum. Vegan og cruelty free.

4. Gradual tan frá St. Tropez

50ml lúxusprufa

Í boxunum voru mismunandi vörur, en eitt af eftirfarandi sjálfbrúnku var í boxinu;

St. Tropez – Gradual Tan Classic Body Lotion Medium / Dark 3.050 kr,St. Tropez – In Shower Lotion Medium – 3.590 kr eða St. Tropez – Gradual Tan Tinted Body Lotion 3.960 kr.

Hægt er að smella á linkana fyrir ofan til þess að lesa betur um brúnukremin.

 5. Glamglow Maskar

3,5 gr bréfprufa

Í boxunum voru mismunandi vörur, en einn af eftirfarandi möskum var í boxinu;

Glamglow – Supermud 7.390 kr, Glamglow – Youthmud 7.390 kr, Glamglow – Thirstymud 7.390 kr, Glamglow – Gravitymud 9.390 kr,  Glamglow – Flasmud 7.390 kr, Glamglow – Powermud 7.390 kr

Hægt er að smella á linkana fyrir ofan til þess að lesa betur um maskana. 4 af möskunum koma einnig í 15gr og 100 gr – nánar hér: https://beautybox.is/glamglow/

Með boxunum fylgdi einnig GLAMOUR MAGAZINE og Rís með Saltkaramellubragði frá Freyju !

Andvirði boxins + auka glaðninganna er um 12.250 kr en boxið kostaði aðeins 3.990 kr.

Afsláttarkóðinn BEAUTYBOX_SUMAR gefur þér 10% afslátt af vörunum í boxinu til 1. september, eða þar til næsta box kemur út.

Vörurnar í boxinu

7.090 kr.
Einkunn 5.00 af 5
7.390 kr.

Mars Beautyboxið

**ATH boxið er uppselt !**

Annað Beautyboxið inniheldur 4 vörur í fullri stærð og 2 snyrtivöru prufur.

Í boxinu var:

Baby Foot 3.290 kr Pakkinn innheldur sokka sem þú klæðir þig í eftir að hafa þvegið fæturna. Þú ert í sokkunum í klukkustund og þværð þér svo aftur með sápu og vatni. Eftir 2-7 daga byrja dauðu húðfrumurnar að flagna af á náttúrulegan hátt og fæturnir á þér verða mjúkir eins og á litlu barni.

L’Oréal Sugar Scrub Glow 1.690 kr Glæ ný vara! Sykurskrúbbur sem inniheldur þrjár ólíkar gerðir af náttúrulegum sykri ásamt fræjum greipávaxtar sem er ætlað að hreinsa húðina og færa henni aukna glóð með því að leysa upp sindurefni í húðinni. Skrúbbinn má einnig nota á varirnar.
100% náttúrulegir hreinsar sem jafna áferð húðarinnar.

Elite Model Accessories Duo Fiber Brush – 1.450 kr Stór og mjúkur púður og farðabursti sem gefur létta áferð. Tvískiptur bursti, hvítu hárin taka upp farðan og svörtu hárin setja mjúka og fallega áferð.

Rimmel Only 1 varalitur2.660 kr Langvarandi varalitur frá Rimmel sem að gefur raka og endist allan daginn.

Prufa af NanogenThickening Hair Treatment Shampoo og Nanogen Thickening Hair Treatment Conditioner – 6ml prufur – Nanogen er heil vörulína af hárvörum sem örva vöxt og auka þykkt hársins. Nanogen hárþykkingarsjampó og næring innihalda virka hárvaxtaþætti og gefa hárinu á sama tíma frábæra lyftingu. Þú færð þykkara og heilbrigðara hár með hverjum þvotti.

Í öllum boxunum var Rísegg frá Freyju.

Andvirði boxins er um 9.200 kr en boxið var aðeins á 3.990 kr.

Vörurnar í boxinu

Fyrsta Beautyboxið

**ATH boxið er uppselt !**

Skemmtileg staðreynd! Beautybox.is átti upphaflega að vera mánaðarlegt snyrtivörubox en breyttist svo í netverslun. Við höldum samt enn í upphaflegu hugmyndina en nú gefum við út snyrtivörubox 4 sinnum á ári. Í mars, júní, september og desember.

Fyrsta boxið okkar kom út 2. desember og hefur fengið frábærar viðtökur.

Vörurnar koma í fallegu boxi sem hægt er að nota til þess að geyma snyrtivörurnar í.

Í fyrsta boxinu var:

Max Factor High Precision Liquid Eyeliner – venjuleg stærð.
L’Oréal Paris – Multimasking Play Kit 3x10ml – venjuleg stærð.
St. Tropez – Self Tan Express Advanced Bronzing Mousse – 50 ml prufa.
RapidEye – 3ml prufa.
Italian Silver Design – The Beauty Glove – lítill hanski.
Glisten Cosmetics – Glitter Gel Burning Desire 5ml prufa
Lindor rauð súkkulaði kúla.

Hægt er að lesa meira um vörurnar í bloggi hér: https://beautybox.is/hvad-leyndist-fyrsta-beautyboxinu/

Andvirði boxins var um 10.000 kr en boxið kostaði aðeins á 3.990 kr.

Vörurnar í fyrsta boxinu