Hvenær þreifst þú burstana þína síðast?

Í síðustu viku deildum við mynd á samfélagsmiðlum sem að sagði frá því að í nýlegri könnun kom fram að 72% af konum þrífa aldrei farða burstana sína. Í sömu könnun voru tekin sýni af burstum sem að höfðu ekki verið þvegnir í mánuð, og fundust í þeim 8 tegundir af vondum bakteríum! Myndin vakti mikla athygli og því ætlum við að grafa aðeins meira í það viðfangsefni.

Okkur er kennt að þvo andlitið kvölds og morgna en hver er tilgangurinn í því ef að við tökum svo óhreina bursta og smyrjum bakteríum og óhreinindum yfir andlitið okkar þegar við berum á okkur farða?

Hér eru nokkrir hlutir sem að geta gerst ef þú þrífur ekki burstana þína reglulega:

  1. Þú getur stíflað húðina þína, fengið bólur, fílapensla og ójafna áferð.
  2. Þú getur fengið sýkingu! Ef að vondar bakteríur setjast í burstana þína sem þú nuddar nálægt slímhúðinni þá gætir þú nælt þér í augnsýkingu, sveppi, vírusa, streptókokka og eða aðrar sýkingar.
  3. Förðunin þín lítur verr út þar sem að burstarnir ná ekki að sinna sínu hlutverki og eru þaktir gömlum farða og litum sem þú ætlaðir kannski ekki að nota.
  4. Óhreinir burstar ýta undir hrukkumyndun þar sem að sindurefnin geta valdið sundrun í kollageni og teygjanleika húðarinnar.

Hversu oft á þá að þvo burstana? Það fer að sjálfsögðu eftir notkun og hvernig þú geymir burstana þína. Ef þú notar þá daglega er alls ekki vitlaust að þrífa þá einu sinni í viku, þá sérstaklega bursta sem þú notar í farða og blotna í notkun þar sem að bakteríur þrífast betur í röku umhverfi. Burstar sem þú notar í augnförðun er best að þvo 1-2x í mánuði eftir því hversu oft þú málar þig um augun. Ef þú geymir burstana þína í snyrtivöru töskunni þinni, en ekki í sér tösku eða glasi á borðinu þá er einnig sniðugt að þrífa þá oftar en ella, þar sem þeir komast í snertingu við fleiri hluti.

Að hreinsa bursta:

  1. Notaðu volgt vatn og bleyttu burstana. Reynið að forðast það að bleyta of ofarlega þar sem að hárin eru límd við skaftið á burstanum, en hárin gætu losnað ef þau blotna of mikið.
  2. Notið burstasápu eins og t.d. Real Techniques sápuna eða sápurnar frá Beautyblender og nuddið burstunum annaðhvort í hendinni eða á burstamottu.
  3. Skolið burstana vel þar til að þeir eru orðnir alveg hreinir.
  4. Kreistið allt vatn úr burstunum og mótið þá í sitt upprunnalega form.
  5. Látið burstana þorna á handklæði.

Að hreinsa Beautyblender:

Þú færð fljótt tilfinninguna fyrir því hversu oft þú þarft að þvo burstana ef þú hefur í huga hvaða skaða það getur gert að sleppa því. 🙂

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *