Þurr húð

Í síðustu viku tókum við fyrir húð sem að vantar raka en nú ætlum við að fjalla um þurra húð. Ef þú ert í vafa hver munurinn sé, þá mælum við með að lesa þetta blogg hér:  „Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvernig húðtegund ég er með?“ .

Við tökum aftur fram að höfundur er mikill áhugamaður um húðumhirðu en er hvorki snyrtifræðingur né húðlæknir, svo mælum auðvitað eindregið með því að hafa samband við fagaðila ef að þú vilt meiri upplýsingar eða ert í miklum vandræðum með húðina þína

Þurr húð 

 • Þér líður óþægilega í húðinni eftir að hafa þrifið hana eða farið í sturtu. 
 • Húðin er þurr í lok dags, jafnvel þótt þú hafir borið á hana rakakrem um morguninn. Farðinn er þornaður á húðinni í flekkjum. 
 • Húðin er aum í köldu veðri og óróleg í of miklum hita
 • Þú ert byrjuð að fá fínar línur, á undan jafnöldrum þínum. 
 • Húðin getur orðin svolítið grá og líflaus, sérstaklega á veturna, í kring um nefið, augun og kinnarnar. 
 • Litlar svitaholur.  
 • Þú hefur tilhneigingu til þess að fá „milia“ sem eru litlar hvítar „bólur „sem að virðist vera ómögulegt að kreista og eru jafnvel í húðinni mánuðum saman. Myndast oft í kringum augun.

Flestar Íslenskar konur upplifa þurra húð einhvern tíman á ævinni út af veðurfarinu hér á landi, sem er bæði kalt og þurrt á veturna. Aftur á móti er þurr húð ekki eins algeng og margir halda því algengt er að halda að maður sé með þurra húð, þegar í raun og veru vantar húðinni raka. Ef að þú tengir ekki við flest af því sem að við teljum upp hér fyrir ofan þá mæli ég með því að lesa greinina “ Húð sem vantar raka“. En í stuttu máli þá er munurinn á þurri húð og húð sem vantar raka er sá að þurri húð vantar olíur, en húð sem vantar raka, vantar vatn. En það er hægt að vera með þurra húð sem að vantar líka raka.

Þurr húð getur verið alveg jafn óþolandi og feit húð því að það er ekki gaman að lítur fyrir að vera eldri en hún er. Flagnandi húð getur einnig valdið miklum óþægindum og ómögulegt getur verið að bera farða yfir hana án þess að húðin virki enn þurrari og hrukkur og fínar línur sjáist enn betur. 

Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem þjást af þurri húð.

 • Heilbrigður lífstíll hjálpar alltaf til, t.d. eru reykingar og mikil drykkja aldrei góð fyrir húðina.
 • Ekki fara í of heita sturtu eða þvo andlitið með of heitu vatni því að of heitt vatn getur fjarlægt náttúrulegu olíurnar af húðinni.
 • Berið á ykkur rakakrem / líkamskrem þegar að húðin er rök. Dúmpið mesta vatnið af húðinni en ekki þurrka hana harkalega. Ef að húðin er rök þegar að kremið er borið þá þá gefur það húðinni enn meiri raka. 
 • Sólarvörn alltaf (þetta gildir um allar húðtegundir)!
 • Passið að nota ekki snyrtivörur sem að innihalda mikið alkahól. Alkahól er notað sem rotvarnarefni í mörgum snyrtivörum og er að vissu leiti skaðlaust ef það er ekki í miklu magni, en passið að það sé helst ekki í topp 5 innihaldsefnunum.

Bólur og Milia

  Ótrúlegt en satt þá geta svitaholurnar á þurri húð líka stíflast og bólur myndast (aldrei sleppur maður!). Ef að það gerist hjá þér þá mælum við með því að fylgjast með innihaldsefnunum og taka eftir því hvort að vörurnar sem þú notar á andlitið innihalda „mineral“ olíur. Mineral olíur eru ekki al slæmar og geta oft verið mjög góðar á þurra húð. Sem dæmi má nefna þá inniheldur Creme de La Mer eitt dýrasta og mest elskaðasta rakakremið á markaðinum mineral olíur. Aftur á móti er vert að hafa þetta í huga ef að þú ert gjörn á það að fá bólur.

Ef að þú ert gjörn á að fá mila / milk spots, sem að eru litlar hvítar „bólur“ sem að virðist ómögulegt að kreista þá eru hér nokkur extra ráð.  En í fyrsta lagi þá er gott að vita að Milia eru ekki venjulegar bólur! Milia myndast þegar að dauðar húðfrumur festast undir húðinni og lítil hvít blaðra myndast.

 • Notaðu vörur sem að innihalda Retinol (A vítamín) sem að hjálpa húðinni að endurnýja sig hraðar.
 • Skrúbbaðu húðina með vörum sem að innihalda ávaxtasýrur til þess að fjarlægja yfirborð hennar mjúklega.
 • (Mjög mikilvægt er að nota sólarvörn á daginn ef þú notar ávaxtasýrur eða Retinol, því þetta eru sterk efni!)
 • Ef að Milia fara ekki sjálfar þá er tími til kominn að kíkja á góðan snyrtifræðing. Aldrei reyna að kreista þær úr húðinni sjálf þar sem þetta er ekki húðfita sem að smýgur auðveldlega út og ofast fær maður einfaldlega sár í andlitið eftir átökin.

  Að sjálfsögðu mælum við með því að nota húðvörur, bæði á líkama og andlit sem að innihalda góðar olíur, enda vantar húðinni einmitt það. Einnig er gott að nota rakamaska 1-2 í viku til þess að gefa húðinni enn meiri raka.

 

Að lokum eru hér eru nokkrar vörur sem að við mælum með fyrir þurra húð, en annars er líka hægt að leita eftir húðtegund eða áherslu í valmyndinni hér fyrir ofan (eða til hliðar í farsíma).

Endilega deildu greininni áfram eða gefðu okkur Like ef þér líkaði vel við ♥

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *