Að „flysja“ húðina, eða hvað sem við eigum að kalla það

Margir segja að leyndarmálið á bak við Hollywood ljómann sé vel “skrúbbuð” húð.
Aftur á móti eru margir húðsérfræðingar sem mæla eindregið á móti því að nota kornaskrúbba og hvetja frekar til notkunar ávaxtasýra eða ensíma.
Vandamálið okkar er þó að okkur vantar íslenskt orð yfir „exfoliate“ því það er ekki fræðilegur möguleiki að við séum að fara að kalla þetta húðflysjun, svo í þessu bloggi ætlum við einfaldlega að tala um að exfoliera eins og vinir okkar á google translate segja okkur!

Á hverjum sólarhring myndast lag af dauðum húðfrumum á efsta lagi húðarinnar og ef við exfolierum húðina ekki reglulega þá geta bakteríur og óhreinindi safnast undir dauðu húðfrumunum.Húðin virðist því ekki aðeins vera þreyttari og líflausari í yfirlitum, heldur getur þetta líka valdið því að áferð hennar verði ójöfn, bólur geta myndast og húðholur virðast stækkaðar.

Að exfoliera húðina er að nota ávaxtasýrur eða ensím til þess að lyfta upp dauðum húðfrumum og kalla fram bjarta, mjúka og hreina húð. Ólíkt kornaskrúbbum þá eru ávaxtasýru exfolierar í raun og veru mildari á húðinni, þar sem við erum ekki að nudda henni upp úr kornum.

Að exfoliera húðina reglulega getur hjálpað til við að koma í veg fyrir áðurgreind atriði, en einnig aðstoðað húðina við endurnýjun húðfruma, minnkað litabreytingar og fínar línur. Til að toppa þetta allt saman þá komast öll dásamlegu serumin og kremin betur inn í húðina ef þau þurfa ekki að brjóta sér leið í gegnum dauðu húðfrumurnar.

Mádara AHA Peel Mask

Ein leið til þess að exfoliera húðina er að nota ávaxtasýrumaska einu sinni til tvisvar í viku.Mádara Brightening AHA Peel maskinn er því fullkominn til þess að nota á dekurkvöldum. Í maskanum er mjólkursýru (e. Lactic acid) og C-vítamíni blandað við róandi ylliblóm og gerir maskinn því húðina mjúka og geislandi með því að fjarlægja dauðar húðfrumur, örva endurnýjun húðfruma, draga úr dökkum blettum og djúphreinsa húðina. Allar vörurnar frá mádara eru lífrænar, cruelty free, náttúrulegar og flestar þeirra vegan og þar á meðal AHA Peel maskinn.

Þó að nafnið gefi til kynna að mjólkursýra eða Lactic Acid sé unnið úr mjólk, þá er það ekki alltaf raunin. Mjólursýra í snyrtivörum er oftast vegan og kemur úr gerjuðum plöntum, hún er í sama flokki og glýcolicsýra en mun mildari, vinnur hægar og er ólíklegri til að valda þurrki eða ertingu.
Sérstaða mjólkursýrunnar, er einnig að hjálpar húðinni að byggja upp raka og viðhalda rakastigi. Þess vegna hentar mjólkursýran oft betur þeim sem eru með þurra og viðkvæma húð – og er hún einnig sú sýra sem er einna helst örugg á meðgöngu.

Sýnikennsla

Við mælum svo eindregið með því að horfa á sýnikennslu í boði Auðar Jónsdóttur förðunarfræðings sem býr og starfar í Los Angeles en Beautyboxið okkar ferðaðist alla leiðina til hennar fyrir myndbandið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *