Ljómabomba með ávaxtasýrum, C vítamíni og níasínamíð frá Glamglow

Við vitum að maskar slá alltaf í gegn í Beautyboxinu og við meira að segja fengið kvartanir í þau fáu skipti sem það hefur ekki verið maski í boxinu 😊 og það er eitthvað merki sem er goðsögn í maskaheiminum þá er það Glamglow. Því er mjög skemmtilegt að fá að prófa nýjasta maskann þeirra í Goðsagna Beautyboxinu. Maskarnir frá Glamglow hafa unnið yfir 50 snyrtivöruverðlaun og vann nýi maskinn þeirra Brightmud Allure Beauty Expert verðlaunin árið 2021.

Brightmud maskinn vekur upp þreytta húð með því að skrúbba hana mjúklega með ávaxtasýrum og örfínum vikri. Húðin virkar sléttari, bjartari og meira ljómandi á nokkrum mínútum. Brightmud er tvöföld hreinsimaska meðferð með blöndu af ávaxtasýrum sem leysa upp dauðar húðfrumur og vikri sem skrúbbar þær samstundis af húðinni. Maskinn inniheldur einnig birtandi ofur innihaldsefnin C vítamín og níasínamíð.

Maskinn er því æðislegur til þess að fríska upp á húðina svo við séum alveg ofur fersk þegar grímuskyldan fellur niður (krossum fingur)!

Við mælum með því að horfa á sýnukennsluna fyrir ofan til þess að læra að nota maskann en hann er borinn á húðina með hringlaga hreyfingum. Leyfðu maskanum að sitja í að minnsta kosti 20 mínútur og taktu maskann af með volgu vatni og nuddaðu varlega í hringlaga hreyfingum. Fyrir sem bestan árangur er mælt með að nota maskann 3 daga í röð í fyrsta skipti og síðan 2-3 sinnum í viku. Eins og alltaf þá mælum við með að nota sólarvörn daginn eftir (og alla daga).

Ef þú ert með ofur viðkvæma húð þá mælum við með því að prófa maskann á smá part af kinninni til þess að meta hvort þú hefur maskann á í 20 mínútur eða skemur.

Ef þú sérð glimmeragnir á andlitinu þínu eftir notkun – ekki hafa áhyggjur þetta eru niðurbrjótanleg steinefni. Þú getur skolað glimmerið betur af eða ljómað allan daginn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.