ChitoCare undraefnið úr hafinu – Viðtal við Sigríði Vigfúsdóttur framkvæmdarstjóra ChitoCare

Við höfum heyrt að margir tóku andköf af gleði að sjá nýja ChitoCare Anti Ageing Repair Serumið í fullri stærð í boxinu, enda ekki furða því serumið er að andvirði 9.750 kr, glænýtt og ótrúlega spennandi vara. ChitoCare Serumið er einstaklega rakagefandi, mjúkt og eins og hún Agnes okkar segir í sýnikennslunni hérna fyrir neðan þá líður manni einstaklega vel í húðina eftir að nota það. Serumið er borið á hreina húðina kvölds og morgna til þess að gefa henni raka, styrkja og vernda húðina.

 Húðvörulína ChitoCare Beauty  var stofnuð ári 2019 og hefur það svo innilega sýnt og sannað að hér eru stórmerkilegar húðvörur á ferð. En þó svo húðvörurnar frá ChitoCare séu frekar nýjar þá á Primex framleiðandi húðvaranna sér langa og stórmerkilega sögu að baki. Við fengum Sigríði Vigfúsdóttur framkvæmdarstjóra ChitoCare til þess að svara nokkrum spurningum fyrir okkur því við elskum ekkert meira en að kynnast merkjum alveg frá grunni.

Sigríður Vigfúsdóttir Framkvæmdastjóri ChitoCare

ChitoCare Söluteymið á Heilsuvörusýningu í Genf þar sem þau sýna á hvejru ári

„Það hefur verið mikil ánægja að taka þátt í þróun og markaðssetningu á ChitoCare beauty. Áður en ég hóf störf hjá Primex á Siglufirði starfaði ég sem snyrtifræðingur og hef sjálf mikinn áhuga á húðvörum þar sem gæði og virkni ráða för. Markmiðið með ChitoCare beauty er að þróa og framleiða hágæða húðvörur með mikla virkni. Á sínum tíma fór ég m.a. starfsþjálfun til Clarins í Paris og það má segja að þar hafi áhuginn kviknað hversu mikilvægt er að hugsa vel um húðina sem er okkar stærsta líffæri.“  

Hvernig byrjaði Chitocare ævintýrið?

Við erum búin að vera að framleiða lífvirka efnið kítosan í rúmlega tuttugu ár. Framleiðslan er náttúrlega vottuð og okkar stærstu markaðir eru fæðubótaefni, húðvörur og sárameðhöndlun. Við höfum selt kítósan til Bandaríkjanna, Evrópu og Asíu í rúmlega tuttugu ár. Árið 2012 hlutum við Nýsköpunarverðlaun Íslands sem gaf okkur byr undir báða vængi. Það er svo fyrir u.þ.b. fyrir tíu árum sem við fórum að þróa okkar eigin neytendavörur og byrjuðum á ChitoCare græðandi vörum sem eru skráð sem lækningatæki í Evrópu. ChitoCare medical hefur heldur betur sannað sig, það græðir erfið sár og hjálpar til við margvíslega húðkvilla eins og t.d. exem.

Við nýtum þá þekkingu sem við höfum öðlast við þróun á ChitoCare medical græðandi vörunum við þróun ChitoCare beauty og byggja vörurnar því á mjög sterkum vísindalegum grunni.

Hvað er kítósa og hvað gerir hún?

Kítósan er náttúruleg fjölliða úr hafinu við Íslandsstrenur, hún samanstendur af amínósykrum  sem finnast náttúrulega í líkamanum og hefur þannig góðan lífsamrýmanleika. Kítósan er öflugur rakagjafi, það myndar filmu og ver húðina auk þess að hafa mikla andoxunarvirkni. En þessir þættir gera það að verkum að ChitoCare beauty er vel til þess fallið að draga úr öldrun húðarinnar.

Í hvað er Kítósan helst notuð?

Í vísindaheiminum er oft talað um kítósan sem undraefni framtíðar vegna margvíslegra notkunarmöguleika. Ein af þeim er einstök virkni í húðvörum að því leiti að efnið er frábært til að viðhalda raka, verndar húðina og hefur græðandi eiginleika.

Hvenær kom hugmyndin að nýta Kítósan í snyrtivörulínu og hvernig hefur ferlið verið?

Ég hef starfað í 20 ár hjá Primex á Siglufirði og hafði gengið mjög lengi með hugmyndina með að þróa húðvörur. Við þróun á græðandi vörunum áttuðum við okkur hvað við værum með í höndunum, kítósan unnið með okkar tækni hefur alveg stórkostlega virkni á húðina, það þéttir hana,  gefur henni mikinn raka, auk þess að hafa einstaka andoxunareiginleika. Ég hugsaði með mér að þarna væri gaman að láta gamlan draum rætast og  við værum með frábært tækifæri í höndunum að gera íslenskar húðvörur með mikla virkni og til varð ChitoCare beauty.

Nýjasta varan ykkar Anti-Aging Repair Serum leyndist í Beautyboxinu okkar. Hvað er það sem gerir serumið einstakt og hverjum hentar það?

Við þróun var markmiðið að þróa hágæða serum með mikla virkni þar spilar kítósanið stórt hlutverk og er ráðandi innihaldsefni í formúlunni. Kítósan hefur verið mikið rannsakað og hefur vísindalega sannaða græðandi eiginleika. Serumið hentar öllum húðgerðum einnig viðkvæmri og exemkenndri húð. Anti-Aging Repair Serum er með vísindalega sannaða virkni.

Hvernig prófanir fór serumið í gegnum áður en það fór á í sölu og hverjar voru niðurstöðurnar?

ChitoCare beauty er rannsakað og prófað samkvæmt evrópskum lögum hvða varðar stöðugleika, geymsluþol og ofnnæmisprófanir bæði á heilbrigðri og viðkvæmri húð. Við höfum farið alla leið í rannsóknum og hvergi til sparað þegar kemur að öryggi, virkni og gæðum. Rannsóknarstofur sem við sjá um próf á ChitoCare beauty eru vottaðar og við notum ekki innanhúss rannsóknir.

Klínísk rannsókn sýnir fram á að Anti-Aging Repair Serum borið 2 x á dag í 6 vikur ásamt Face Cream frá ChitoCare beauty :

  • Húðraki jókst um 16%
  • Þéttleiki jókst um 22% og teygjanleiki um 7%
  • Grófleiki húðarinnar minnkaði verulega:
    • um 19% minnkun á fínum húðlínum
    • um 17% minnkun á djúpum hrukkum

Hver eru framtíðarplön chitocare?

Við erum á fullu í þróun nýrra vara og eru tvær nýjar vörur í línunni væntanlegar á þessu ári og fleiri á næsta ári enda hafa viðtökur varanna verið dásamlegar og erum við afskaplega þakklát fyrir það enda ekki sjálfgefið að fá slíkan meðbyr. Við höfum tekið þátt í alþjóðlegum snyrtivörusamkeppnum og unnið til margvíslegra verðlauna sem er ævinýri líkast þar sem ChitoCare beauty eru svo nýjar á markaðnum.

Við þökkum Sigríði fyrir viðtalið og mælum með að þið kynnið ykkur einnig restina af húðvörunum frá ChitoCare því þær eru hver annarri betri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *