Töfra CC kremið frá Erborian

Það er ótrúlega gaman að geta kynnt Erborian betur með Beautyboxinu en Erborian kom til landsins í lok september í fyrra og er því frekar nýtt hér á markaði. Erborian verðskuldar svo sannarlega pláss í goðsagna Beautyboxinu því CC kremið er mest selda CC krem í Sephora í Evrópu og selst 1 CC krem á hverri mínútu í heiminum.

Erborian er leiðandi í þróun BB og CC krema á evrópumarkaði en markmið Erborian er að einfalda hina 10 þrepa kóresku fegrunarrútínu í 3 einföld skref. Detox – Boost – Finish. Allar vörurnar frá Erborian hafa það sama markmið – að fá sem fallegustu áferð á húðina. Vörurnar eru hlaðnar af kóreskum jurtum sem næra og slétta húðina ásamt breytilegum litarefnum sem aðlaga sig að litartón húðarinnar. CC kremið gerir einmitt það sem svo margir af okkar viðskiptavinum vilja, það framkallar fallega húð án þess að hún virðist mikið förðuð.

Áður en við höldum áfram þá ætlum við að svara einni mjög algengri spurningu en hún er hver er munurinn á BB og CC kremum og lituðum dagkremum?

Í grunninn gera allar þessar vörur það sama – þær jafna út lit og áferð húðarinnar, bara mismikið og á örlítið mismunandi hátt.

Lituð dagkrem

Eru einfaldlega rakakrem með smá lit í. Kremin geta verið anti-ageing, sléttandi, verndandi osfv. Það er mjög mismunandi eftir vöru, formúlu og merki. Lituð dagkrem veita minnstu þekjuna, en jafna húðina út og gefa henni frískt og fallegt yfirbragð. Lituð dagkrem koma oft, en ekki alltaf, í mörgum litum.

Minnsta þekjan.

CC krem

CC stendur fyrir Colour Correction. Aðal tilgangur CC krema er að litaleiðrétta og jafna út húðtóninn, fremur en að hylja. CC kremin innihalda oft anti-ageing innihaldsefni. Mörg CC krem geta einnig verið notuð sem farðagrunnar til þess að litaleiðrétta áður en farði er borinn á.

Létt til miðlungs þekja.

BB Krem

BB stendur fyrir Beauty Balm eða Blemish Balm. BB kremin veita miðlungs þekju og innihalda oft húðbætandi andoxandi innihaldsefni og oft sólarvörn. Þau eru léttari en farðar en oftast meira þekjandi en lituð dagkrem og CC krem

Miðlungs þekja.

CC kremið frá Erborian gefur þunna náttúrulega þekju og gefur húðinni fallegt og heilbrigt útlit, mýkt og útgeislun ásamt því að innihalda breiðvirka SPF25 vörn. CC kremið hefur mjúka hvíta áferð en um leið og kremið er borið á húðina breytist liturinn yfir í þann litatón sem húðin hefur og jafnar yfirbragð hennar. CC kremið dregur úr ójöfnum í húð og leiðréttir litatón húðarinnar með léttri þekju. Húðin fær á sig fullkomna áferð og kremið stíflar ekki húðholurnar. Í Goðsagna Beautyboxinu var liturinn Clair – en einnig er hægt að fá CC kremið dekkra í litnum Doré.

 

 

CC kremið er hægt að nota eitt og sér eða undir farða til að leiðrétta húðina. Við verðum líka að mæla með CC Red Correct ef þú ert með roða í húðinni, CC Dull Correct ef húðin þín virðist grátóna og þreytt og þarf á smá extra boosti að halda, CC Water ef þú ert með mjög feita húð og BB kremunum ef þú vilt meiri meiri þekju.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.