Leyndardómar La Mer

Það var okkur einstakur heiður vera með hið víðfræga La Mer Moisturising Soft Lotion í Deluxe beautyboxinu okkar. La Mer á sér nefnilega stórmerkilega sögu og er ein af þessum vörum sem þú verður að prófa til þess að skilja hvað allir eru að tala um.

Stofnandi La Mer, geimeðlisfræðingurinn Dr. Max Huber, brenndi sig alvarlega á andliti við störf sín. Hann fann ekkert nógu græðandi til þess að lækna húðina sína og ákvað í því framhaldi að leita sér lausna til að gera það sjálfur. 6.000 tilraunum og 12 árum síðar varð til töfra formúlan sem kölluð er Miracle Broth, og í því framhaldi kremið Creme de la Mer.

Húðvörur eru yfir höfuð búnar til af efnafræðingum og/eða húðlæknum en Dr. Max Huber var eðlisfræðingur og nýtt áhrif ljóss, hljóð og orku við gerð La Mer. Miracle Broth formúlan sem er í öllum vörunum frá La Mer er unnin úr risaþörungum sem eru handtýndir á vistvænan hátt í Vancouver nokkrum sinnum á ári. Risaþörungarnir eru fluttir á höfuðstöðvar La Mer og gerjaðir með aðstoð ljóss og hljóðorku.

Í hvert skipti sem ný Miracle Broth formúla er búin til er eldri formúla blönduð saman í nýju formúluna og hefur þetta verið gert síðan Dr. Max Huber lést árið 1995, best er að líkja því saman við súreigs mömmu. Þörunum er svo blandað saman við vítamín og steinefni á borð við kalsíum, magnesíum, kalíum, lestíni, járn og E, C og B12 vítamín og önnur hrein innihaldsefni svo sem sítrus, tröllatré, hveitikími, alfaalfa og sólblómaolíu. Útkoman er ótrúlega græðandi, rakagefandi og nærandi formúla sem er engri lík.

Miracle Broth formúlan fræga.

Upprunalega spólan sem var spiluð fyrir formúluna.

 

Við viðurkennum að þetta hljómar allt mjög skemmtilega og ævintýralegt, og getum rétt ímyndað okkur að standa inn í rannsóknarstofu þar sem ljós blikka og búbblandi hljóð eru spiluð allan daginn. Fyrir áhugasama þá segja heimildir að hljóðið sem spilað er fyrir formúluna minni helst á magahljóð og búbblur. En það er þó eitthvað einstaklega sérstakt við La Mer vörurnar sem margir hafa reynt að herma eftir en enginn kemst með tærnar þar sem La Mer hefur hælana. Ástæðan fyrir því er, fyrir utan framleiðsluferlið, eru hágæða innihaldsefnin sem La Mer notar.

La Mer Soft Moisturising Lotion er nýrri formúla af hinu fræga Creme De La Mer. Hún hefur sömu áhrif en er léttari og auðveldari að bera á húðina en þykka kremið sem Creme De La Mer er.

Í dag býður La Mer upp á nokkrar mismunandi formúlur af hinu fræga kremi, til þess að allir geti fundið sér La Mer krem fyrir sína húðgerð.

Spjöllum um formúlur og innihaldsefni

Það eru flestir sammála því að ömmur gera bestu pönnukökurnar, það er bara einhvern vegin ómögulegt að ná að gera þær jafn góðar og amma gerir þær, þó svo maður sé með nákvæmlega sömu uppskrift. Þar spilar reynslan, pannan, aðferðin og ástin sem sett er í matargerðina öllu máli.

Flestir eru líka sammála því að nýkreistur appelsínusafi úr ferskum appelsínum sé betri en sá sem kemur í þykkni, og ferskt Sushi frá fagmanni á veitingarstað sé betra en það sem maður kaupir í kæli, úff eða reynir að gera óreyndur heima. Aspasinn er bestur í júlí, þó svo það sé líka hægt að kaupa niðursoðinn allt árið um kring og síðast en ekki síst getum við nefnt vínið sem er alltaf búið til úr berjum, en hægt er að kaupa rauðvín í Vínbúðinni frá 1.399 kr  upp í 154.999 kr.

Innihaldsefni eru nefnilega ekki það sama og innihaldsefni og framleiðsluferli og varðveiting vara getur spilað lykilþátt í lokaútkomunni. Svo þetta er áminning til ykkar það þýðir alls ekkert alltaf að horfa á innihaldsefnalistann og halda að vörur séu líkar, þó svo einhver innihaldsefni séu þau sömu, þá skiptir líka máli hvaðan þau koma og hvernig þau eru unnin. La Mer býður aðeins upp á það besta. Það er einróma álit starfsmanna Beautybox sem hafa prófað La Mer vörurnar að þær eru einfaldlega frábærar, og okkur hlakkar til að heyra hvað ykkur finnst.

La Mer kremin

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *