Förðun í Jólapartý Systra og Maka

Við erum þeirrar gæfu njótandi að hafa flutt í Síðumúla 22 í júní og þar með eignast nýja yndislega nágranna í versluninni Systur og Makar.

Katla Hreiðarsdóttir eigandi Systra og Maka er sannkallaður kvenskörungur og annan eins orkubolta og hugmynda og dugnaðarfork er erfitt að finna. Ár hvert heldur hún Jólapartý með live streymi og vorum við svo heppnar að fá að vera með í þættinum í ár og farða Kötlu fyrir beina útsendingu og módelin fyrir mátunina.

En toppurinn á ísjakanum var þegar Katla bað okkur um að gera sýnikennslu sem sýnd var í þættinum þar sem Sóley okkar farðaði Guðnýju Klemensdóttur svona fallega og sýnir allskonar tips og trikk.

Guðný er með einstaklega fallega húð sem henni finnst oft á tíðum þó glansa mikið í enda dags og því var mikilvægt að undirbúa húðina vel, nota réttu vörurnar og draga fram alla fegurð hennar. Það var gaman að hitta hana daginn eftir og heyra að seint um kvöldið var hún enn eins og ný, og ekkert glansandi.

Við mælum svo sannarlega með því fylgjast með þættinum í kvöld og svo er einnig hægt að horfa á streymið eftir á með því að smella : HÉR.

Vörurnar sem Sóley notaði á Guðný eru hér fyrir neðan:

Undirbúningur Húðar

Förðunarvörur á húð

Double Wear Farði í lintum Desert Beige 2N2

Sensai Highlighting Concealer í litnum 00

Bobbi Brown Powder Blush í litnum Tawni

Bobbi Brown Highlighter í litnum Pink Glow

Augu og augabrúnir

Bobbi Brown Long Wear Cream Shadow Stick í litnum Truffle, Taupe og Bark.

Bobbi Brown Luxe Eye Shadow í litnum Moonstone

varir

Clinique Quickliner for Lips í litnum Honey Stick

Maybelline Lifter Gloss í litnum Moon

Sóley notaði förðunarburstana frá Hörpu Kára sem koma í sölu til okkar í byrjun næstu viku.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *