Kremaugnskugginn frá Bobbi Brown sem endist allan daginn

Það var þvílík lukka að fá vöru frá lúxus vörumerkinu Bobbi Brown í Ljómandi Beautyboxið okkar. Við erum miklir Bobbi Brown aðdáendur enda eru vörurnar fallegar, vandaðar og með frábærum innihaldsefnum.

Bobbi Brown Long Wear Cream Shadow Stick í litnum Golden Bronze leyndist í boxinu en það sem er svo frábært við augnskuggann er að hann er ekki bara fallegur heldur er mun auðveldara að nota hann en mörgum grunar. Við vitum að margir eru smeykir við augnskugga og finnst flókið og erfitt að setja þá á augun. Þess vegna fannst okkur svo gaman að hafa kremaugnskugga í boxinu til þess að sýna ykkur að það er einfalelga ekkert mál að setja á sig smá augnskugga til að draga athyglina að augunum.

Sýnikennsla

Agnes Björgvins fer yfir Ljómandi Beautyboxið með okkur. Sýnikennslan með augnskkugganum byrjar á 04:50.

Það eina sem þarf að gera er að renna pennanum yfir augnlokið, því nær augunum því betra og svo dreifa úr honu með bursta, eða jafnvel fingrunum. Það er engin hætta á því að augnskugginn hrynji niður á augnsvæðið og maður endi eins og pandabjörn og það er ótrúlega auðvelt að dreifa úr honum og móta. Ef augnskugginn fer aðeins út fyrir augnsvæðið er ekkert mál að bleyta eyrnapinna með smá farðahreinsi (sem dæmi Sensibio frá Bioderma sem var í boxinu) og skerpa á línunum. Augnskuggarnir endast í allt að 8 tíma og mælum við með að dreifa úr þeim strax því þeir þorna líka frekar fljótt.

Augnskuggann er einnig hægt að nota sem eyeliner með því að sleppa því að dreifa úr honum.

Augnskuggarnir koma í 9 fallegum litum, bæði möttum og shimmer og hægt er að nota þá eina og sér eða blanda saman. Möttu litirnir eru einnig tilvaldir til þess að nota sem augnskugga grunn og nota með öðrum púðuraugnskuggum til þess að draga fram litinn á þeim enn betur.

Bobbi Brown býður upp á marga fallega augnskugga, bæði penna og púður.

Myndir: Kristín Sam
Texti: Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *