Skilmálar Beautybox.is

Með því að leggja inn pöntun hjá Beautybox.is samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála. Ef eitthvað er óljóst, sendið fyrirspurn á beautybox@beautybox.is.

Beautybox.is er rekið af Tribus ehf, kt. 520916-0400

Greiðsla:

Kaupandi getur innt greiðslu af hendi með kreditkorti, debetkorti, Pei, Netgíró eða millifærslu.
Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.
Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning hjá Tribus ehf innan 3 tíma frá kaupum.  Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma fer vara / vörur aftur í sölu.

Reikningsnúmer: 0133-26-060400
Kennitala: 520916-0400

Afhending vöru:

Pantanir er hægt að sækja daginn eftir að pöntun berst á Langholtsveg 126, 104 Reykjavík, virka daga á milli 11:00-18:00

Við bjóðum upp á fría sendingu út mars. Hægt er að vela að fá pöntunina senda heim, á pósthús eða í póstbox.

Ath ef pöntunin kostar undir 5.000 kr og varan kemst í umslag þá er hún send í umslagi á ábyrgð móttakanda en ef pöntunin er yfir 5.000 kr eða kemst ekki í umslag þá er hún send með ábyrgðarpósti.

Pantanir sem fara með pósti eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Athugið að innanlandspóstur getur tekið allt að 2-4 daga að berast.

Beautybox.is tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir gefi upp rétt póstfang eða séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.

Vöruskil:

Kaupandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum og eftir að varan er móttekin, er gengið frá endurgreiðslu. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.

ATH Beautyboxið er eina undantekningn á skilareglunni þar sem að vörurnar í boxinu eru ekki innsiglaðar og af hreinlætis ástæðum er ekki hægt að skila því.

Vöruverð:

Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.
Vinsamlega athugið að vöruverð getur breyst án fyrirvara.

Innihaldslýsingar, myndir og aðrar upplýsingar:

Allar upplýsingar á síðunni eru birtar með fyrirvara um mögulegar prentvillur og myndbrengl. Við hvetjum viðskiptavini til að lesa um innihaldsefni á umbúðum áður en þær eru notaðar.

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Annað:

Með því að skrá þig á póstlista Beautybox.is samþykkir þú að fá sendar upplýsingar um nýjar vörur og tilboð. Netföngin eru trúnaðarupplýsingar og eru undir engum kringumstæðum afhent þriðja aðila. Óski viðskiptavinur eftir að vera tekinn af póstlista skal fylgja leiðbeiningunum neðst í emailinu eða senda email á beautybox@beautybox.is.

Beautybox.is áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. www.beautybox.is.