Baby Foot – mín reynsla – varúð myndir ekki fyrir viðkvæma!

Ef þið hafið ekki prófað Baby foot þá verðið þið að prófa – sérstaklega núna fyrir sumarið!

Baby Foot var í mars Beautyboxinu og er öflug fótameðferð sem er einskonar gel með 16 innihaldsefnum. Innihaldsefnin leysa upp dautt skinn á fótunum og lætur það flagna af þannig að maður fær mjúka og fallega fætur eftir á.

Baby Foot er ótrúlega vinsælt og það er mikið umtalað hvað það virki vel. Jafnvel betra en að fara í fótsnyrtingu – svo fallegir verða fæturnir eftir á! Baby foot er japönsk vara sem kom fyrst fram árið 1997 og er hún einstök á sinn hátt. Baby Foot er ætlað hverjum sem er, en sérstaklega þeim sem eru með harða og þurra húð á fótunum, en meðferðin hjálpar einnig við að minnka táfýlu.

Hver vill ekki fara með fallega fætur inn í sumarið?

Svo einfalt…

 1. Fyrst þværðu fæturna
 2. Smeygir þér í „sokkana“
 3. Bíður í 60 mínútur
 4. Ferð úr sokkunum og þværð aftur fæturna

Eftir 2-7 daga byrjar húðin að flagna og losna af (ath. hjá sumum getur tekið lengri tíma að byrja að flagna). Eftir að húðin hefur flagnað af ertu með „barnahúð“ á fótunum!

Mín reynsla…

Ég vissi ekkert við hverju ég ætti að búast. Ég smeygði mér í gel sokkana og slakaði á í 60 mínútur. Ég fann ekki fyrir neinu, bara að fæturnir væru í einhverskonar geli.

Mér fannst mjög skrýtið að fara úr sokkunum og þvo fæturna en sjá engan árangur. Oft er maður svo spenntur að sjá árangur strax en að nota vöru eins og þessa verður maður að vera þolinmóður.

Sama dag og daginn eftir að ég notaði meðferðina fann ég fyrir smá þurrki í húðinni á fótunum en það var það eina sem ég tók eftir. Þegar liðnir voru fjórir dagar hélt ég að þetta myndi ekki virka – ég var ekkert byrjuð að flagna…
Að kvöldi fimmta dagsins byrjaði ég svo að flagna. Fyrst voru stórir partar af þurri húð sem byrjuðu að losna af. Á næstu dögum urðu þeir enn meiri og eftir hvert skipti sem ég fór í sturtu losnaði meira af.

 

Eins og þið sjáið er þetta frekar ógeðfellt en það er ótrúlegt hvernig gömul húð fer hreinlega að detta af!

Eins og þið sjáið þá er ótrúlegt hvernig húðin hreinlega endurnýjar sig.

 

Fæturnir byrjuðu einnig að flagna að ofan en á fínni hátt

Húðin sem að byrjaði að birtast undir þurru húðinni, sem var að flagna af, var silkimjúk og óaðfinnanleg

Eftir um það bil tvær vikur hættu fæturnir að flagna og þeir hafa sjaldan litið jafn vel út. Ég mæli klárlega með þessu.

Eftir meðferðina: Eins og þið sjáið er ekki vottur af þurri húð eftir – allt farið af! Fæturnir eru einnig rosalega mjúkir 

Tips…

 • Ekki vera með naglakk eða vera nýbúin að láta naglalakka neglurnar á tánum því það mun líklegast eyðileggjast í meðferðinni útaf efnunum
 • Ekki vera með neina skartgripi á fótunum
 • Farðu í venjulega sokka utan yfir gel sokkana – innihaldsefnin bregðast betur við í hita og meðferðin getur þannig borið meiri árangur
 • Farðu í heitt bað áður – það mýkir húðina
 • Ekki labba of mikið um á meðan þú ert í sokkunum, vertu frekar uppi sófa og slakaðu á
 • Ekki bera rakakrem eða neitt á fæturna nokkra daga á eftir áður en þú byrjar að flagna, það getur komið í veg fyrir skilvirkni gelsins
 • Það má nota meðferðina á tveggja vikna fresti en mælt er með að nota hana á tveggja mánaða fresti til að viðhalda fallegum fótum
 • Það getur tekið tvær meðferðir fyrir suma fætur til að hún virki
 • Börn eða óléttar konur ættu ekki að nota Baby Foot.
 • Ekki skal nota Baby Foot ef þú ert með opin sár eða sýkingar á fótum.

Hér eru svo nokkrar skemmtilegar myndir sem við fengum lánaðar hjá Baby Foot á Íslandi – sjón er sögu ríkari. (Ekki fyrir viðkvæma)

Baby Foot

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *