Tiktok Glossinn sem allir eru að missa sig yfir

Lifter Glossinn frá Maybelline hefur verið að gera allt vitlaust á Tiktok síðustu mánuði. Glossinn er loksins kominn til Íslands og var að sjálfsögðu í Ljómandi Beautyboxinu. Við mælum með að kíkja á Tik Tok og leita af #liftmymood :).

Sýnikennsla

Agnes Björgvins fer yfir Ljómaboxið með okkur 🙂 Lifter Gloss sýnikennslan byrjar á 05:50.

Lifter Glossinn frá Maybelline hefur verið að gera allt vitlaust á Tiktok síðustu mánuði. Glossinn er loksins kominn til Íslands og var að sjálfsögðu í Ljómandi Beautyboxinu.

Við skiljum svo vel af hverju glossinn hefur verið svona vinsæll enda er hann silkimjúkur og fallegur. Það sem gerir formúluna svona frábæra er að hún inniheldur hýalúronsýru og glossinn mýkir varirnar og gerir þær þéttar og fallegar. Glossinn er því rakagefandi og glansandi en ekki klístraður. Lifter Gloss er einnig með stórum bursta sem gerir það einstaklega auðvelt og þægilegt að bera hann á varirnar.

Í Ljómandi Beautyboxinu var liturinn Ice sem er hlutlaus en aðeins bleiktóna litur sem er fallegur bæði einn og sér eða yfir varablýant og/eða varalit. Lifter Gloss kemur í 10 fallegum litum og mælum við svo sannarlega með því að skoða þá ef þið eruð hrifin af formúlunni því þeir eru hreint út sagt ótrúlega fallegir.

Maybelline – Lifter Gloss (fleiri litir)

2.370 kr.

Lifter Gloss eru næringarrík gloss sem innihalda hýalúronsýru sem gefur vörunum þéttari áferð en sambærilegar vörur.

5,4ml

Vörunúmer: 10219 Flokkar: , , , Merkimiði:
Frekari upplýsingar

Forsíðumynd: Kristín Sam
Texti: Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *