Next Level Beautyboxið

Next Level Beautyboxið innihélt 7 vörur sem taka húð, hár og naglaumhirðuna á hærra stig!

Vörurnar völdum við út frá innihaldsefnum og eiginleikum sem gera þær einstakar og höfum við því skrifað sér blogg fyrir hverja og eina vöru sem er hægt að nálgast neðst í þessu bloggi.

Að vana leyndist súkkulaði í boxinu og í þetta skipti var það next level góður Sterkur Draumur frá Freyju.

Boxið er uppselt og kemur næsta box í september.

Sensai Absolute Silk Cream

6ml lúxusprufa

Þetta létta en þó öfluga lúxus krem birgir húðina upp af ríkulegum raka og veitir henni verndarhjúp með því að umvefja hana dýrindis silkislöri.

Kremið inniheldur konunglega Koshimaru silkið sem skartar einstökum eðalfínum efnum sem örva framleiðslu húðarinnar á hyalúron sýru, bæði í neðstu og efstu lögum hennar þannig að hún er ávallt böðuð í hafsjó af raka. Ásamt því, næra þessi dýrmætu og áhrifaríku efni húðina.

Notkunarleiðbeiningar Berið á húðina kvölds og morgna og upplifið töfra. Fyrir aukinn raka og virkni, notið SENSAI rakavatn eða Micro Mousse undir kremið.

Af hverju er það NEXT LEVEL? – Því það inniheldur Koishimaru-silkið Royal Ex sem er eingöngu í Absoloute Silk línunni.

Til að hafa í huga – Hefurðu tekið eftir því að silkiskyrta er helmingi þyngri en aðrar skyrtur sem koma úr þvottavélinni? Ástæðan fyrir því er að silki heldur vatni einstaklega vel og getur því gefið húðinni allt að 7x meiri raka en nokkur annar rakagjafi í náttúrunni.

Ethique Mini Haircare Duo

Tvær 15 gr lúxusprufur

Ethique er margverðlaunað snyrtivörumerki sem leggur alla áherslu á vera umhverfisvænt og framleiðir vörur í föstu formi án þess að nota plast.

Pinkalicious sjampókubbur

Þessi netti, fagurbleiki sjampókubbur inniheldur bleikt greipaldin, vanillu, kókosolíu og kakósmjör sem gefa kubbnum dásamlegan ilm.

Wonderbar háræringararkubbur 

Hárnæringarkubburinn inniheldur kókosolíu, kakósmjör og B5 Vítamín sem gefa hárinu raka án þess að þyngja það.

Notkunarleiðbeiningar – Bleytið kubbana og strjúkið yfir hársvörðinn 4-5 sinnum. Nuddið í hársvörðinn og skolið úr.

Af hverju eru þau NEXT LEVEL? – Því þetta er bylting – ekkert plast en full virkni. Og svo er svo dásamleg lykt af Ethique vörunum.

Til að hafa í huga – Aðal innihaldsefnið í venjulegu sjampói og hárnæringu er vatn. Svo þó að kubburinn virðist lítill þá er hann ótrúlega öflugur. Full stærð af Ethique sjampói jafngildir þremur 350ml sjampóbrúsum og full stærð af Ethique hárnæringu jafngildir fimm 350ml hárnæringarbrúsum.

Elizabeth Arden Ceramide Retinol Capsules

7 hylki lúxusprufa

Retinol hylkin auka endurnýjun húðfruma og stuðla að kollagen framleiðslu húðarinnar. Hylkin fyrirbyggja og vinna á djúpum sem og fínum línum. Retinol hylkin má nota frá 25 ára aldri og henta öllum húðgerðum. Þau innihalda retinol, seramíð, peptíð og avokadó olíu og eru algjör næringar bomba fyrir húðina. Hylkin eru án rotvarnarefna og ilmefna og niðurbrjótanleg í náttúrunni.

Notkunarleiðbeiningar – Notið eitt hylki á kvöldin á hreina húð og berið á andlit og háls á undan næturkremi. Hylkið er opnað með því að snúa upp á stútinn. Ekki er mælt með að nota retinol á morgnana.

Af hverju er það NEXT LEVEL? – Retinol er fræðilega heitið yfir A vítamín og er það andoxandi innihaldsefni sem gerir áferð húðarinnar jafnari og bjartari. Retinol er það talið eitt allra besta innihaldsefnið til þess að berjast gegn ótímabærri öldrun húðarinnar.

Til að hafa í huga – Byrjið varlega. Það er ráðlagt að byrja að nota retinol vörur 1-3x í viku og auka svo notkun þegar húðin er orðin vön innihaldsefninu. Athugið að retinol má ekki nota á meðgöngu og mikilvægt er að nota sólarvörn daglega með Retinoli.

Auka tips – Retinol og C vítamín vinna einstaklega vel saman.

Origins GinZing SPF40 Energy Boosting Tinted Moisturizer

15ml lúxusprufa

Litað, létt olíulaust og orkugefandi dagkrem sem veitir húðinni raka, fyllir hana af orku, fullkomnar og verndar húðina.

Litaða dagkremið veitir húðinni raka ásamt því að vekja upp húðina og gefa henni ljómandi og heilbrigt útlit með Panaz ginsengi og koffíni. Formúlan inniheldur steinefna sólarvörn og fullkomnar og jafnar lit húðarinnar.

Notkunarleiðbeiningar – Berið á hreina húð og dreifið vel úr og niður á háls fyrir sólkysst fallegt útlit.

Af hverju er það NEXT LEVEL? – Panax Ginseng hjálpar til við endurnýjun húðarinnar og koffínið gefur húðinni orkumeira útlit og fyllir hana af lífi. Litaða dagkremið gefur húðinni einstaklega fallegt og frísklegt útlit.

Til að hafa í huga – GinZing línan er ótrúlega fersk og frábær og mælum við með því að kíkja á rakakremin og augnkremið frá línunni.

NIP+FAB C- Vitamin Sheet Mask

C-vítamín grímumaskinn er sérhannaður til að breyta daufu yfirbragði húðarinnar. Hann endurnýjar húðina og gefur henni raka og birtu.

Notkunarleiðbeiningar – Opnaðu grímuna og fjarlægðu plötuna. Látið hlaupið snúa að húðinni. Hafið á húðinni í 15-20 mínútur. Nuddið afganginum mjúklega inn í húðina.

Af hverju er hann NEXT LEVEL? – C-vítamín er rakagefandi, gerir húðina bjartari, jafnar húðlit og dregur úr roða. C vítamín er innihaldsefni sem vert er að taka eftir.

Til að hafa í huga – C vítamín er best að nota á morgnanna því það hjálpar húðinni að verjast gegn geislum sólarinnar og umhverfismengun.

OPI - Nail Envy Original

3,5ml lúxusprufa

Hámarks styrking sem herðir og styrkir neglurnar. Hentar vel veikum og skemmdum nöglum t.d. eftir gel neglur. Nail Envy er einnig hægt að nota sem undirlakk undir naglalakk til styrkja og verja neglurnar.

Notkunarleiðbeiningar – Berið tvær umferðir á fyrsta daginn (og naglalakk yfir ef þið viljið) og svo eina umferð annan hvern dag. Að viku liðinni skal taka allt af og byrja aftur.

Af hverju er það NEXT LEVEL? – Því Nail Envy virkar ef þú ert þolinmóð/ur og notar það samkvæmt leiðbeiningum. Inniheldur vatnsrofin hveitiprótín og kalsíum sem styrkja, herða og lengja neglurnar.

Til að hafa í huga – Nail Envy Original er glært en það kemur líka í 4 fallegum litum.

Bloggin

7x meiri raki með Sensai Absolute Silk

Ó hvað við vorum glöð þegar við fengum Sensai Absolute Silk Kremið í boxið okkar [...]

Hvað er Retinol og af hverju var Elizabeth Arden Retinol í NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar?

Þeir sem fylgjast vel með hafa kannski heyrt talað um Retinol áður en ekki þorað [...]

Origins GinZing litað dagkrem sem gefur húðinni orkuskot

Við einfaldlega elskum lituð dagkrem og þá sérstaklega á sumrin. Þau eru auðveld í notkun [...]

Ethique – byltingarkennt merki í kubbaformi – sem virkar!

Ef það er eitthvað sem okkur finnst gaman að gera með Beautyboxunum okkar þá er [...]

Undraefnið C-Vítamín og af hverju þú ættir að bæta því í húðrútínuna þína

Okkur langaði svo að kynna fyrir ykkur ofurefnið C-vítamín í NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar og [...]

One thought on “Next Level Beautyboxið

  1. Sara Manso says:

    I would like to know how i have to do it to get the beautybox and how much cost. I live in Stykkishólmur, do i have to pay the delivery?
    Thanks for your time and answer

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *