Ljómaserum frá ljóma merki!

Það fyrsta sem kemur í hugan þegar við tölum um snyrtivörumerkið BECCA er LJÓMI, ljómi og meiri ljómi! En ef BECCA er þekkt fyrir eitthvað þá er það að gefa út fallegar og ljómandi förðunarvörur úr góðum innihaldsefnum.

Becca var stofnað árið 2001 í Ástralíu en merkið gjörsamlega sprakk út árið 2015 þegar Jacklyn Hill förðunarfræðingur og Youtube stjarna fjallaði um Champagne Pop highlighterinn þeirra. Eftir umfjöllunina seldust 25.000 (!) stk af honum á 20 mínútum í Sephora, og enn þann dag í dag er Champagne Pop vinsælasti highligher í heiminum. Núna í haust kom einmitt út limited edition lína með 5 mismunandi vörum innblásnar af Champagne Pop,

En við vorum einmitt svo heppin að það var vara frá BECCA í Rakabombu Boxinu okkar og langar okkur að segja ykkur betur frá Skin Love Glow Elexírnum og af hverju okkur langaði að kynna ykkur fyrir honum 😊. Glow Elexírinn partur af Skin Love línunni frá BECCA sem er fyrsta línan þeirra sem er innblásin af húðvörum og mætti því segja að vörurnar í línunni séu blanda af húðvörum og förðunarvörum. Vörurnar innihalda náttúruleg innihaldsefni sem að birta húðina og gefa henni ljóma sem endist. En allra vinsælasta trendið í snyrtivöru heiminum þessa dagana eru einmitt förðunarvörur sem innihalda næringarrík og andoxandi innihaldsefni sem að vernda og næra húðina.

Becca skin love

Skyn Love Glow Elexírinn er eina varan frá BECCA sem er næstum því 100% húðvara, en einnig er hægt að nota hana sem farðagrunn, blanda honum út í farða, bera hann á varirnar, fríska upp húðina yfir daginn með honum eða jafnvel setja undir maska til að fá extra raka. Formúlan er einstaklega rakagefandi án þess að vera klístruð og smýgur inn í húðina á augastundu. Innihaldsefnin eru einstaklega góð og náttúruleg og inniheldur formúlan meðan annars hunang, þörunga, koffín, hylaluronic sýru og lakkrís ásamt andoxandi efnum svosem bláberjum, trönuberjum og E vítamíni.

Skyn Love Glow Elexírinn er því hið fullkomna dag serum því það verndar húðina yfir daginn fyrir sindurefnum og gefur henni fallegan ljóma. Við mælum svo sannarlega með seruminu og allri Skyn Love línunni – (já og reyndar öllu frá BECCA)!.  Þeir sem vita ekki hvað serum er, eða vilja kynna sér betur þá mælum við með serum blogginu okkar hér: https://beautybox.is/hvad-er-serum-og-til-hvers-er-thad-notad/

Champagne Pop línan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *