Hver er munurinn á þurri húð og rakaþurri húð?

Moisture Surge rakakremið sem leyndist í Regnboga Beautyboxinu þarf vart að kynna, en það er eitt vinsælasta rakakremið á markaðnum í dag og selst eitt stykki á hverjum sjö sekúndum í heiminum.

Moisture Surge er gætt þeim kosti að það virðist henta næstum því öllum og eru þeir sem eru með rósroða oft mjög hrifnir af kreminu vegna þess að það inniheldur ekki algeng efni sem geta triggerað rósroða eins og alkóhól, ilmefni, olíur og paraben. Það inniheldur hinsvegar frábær rakagefandi efni eins og hýalúronsýru, lífgerjað Aloe Vera, C og E vítamín. Kremið er einnig ofnæmisprófað, stíflar ekki húðholur og er prófað af húðlæknum. Moisture Surge er sannkölluð rakabomba sem hjálpar húðinni að viðhalda rakastigi sínu og eins og nafnið gefur til kynna læsir það raka inn í húðinni í allt að 100 klukkustundir. Moisture Surge kremið hentar öllum húðtegundum, alveg frá olíukenndri húð yfir í þurra húð.

Hvað er rakaþurr húð?

Óháð húðtegund, getur húðin okkar verið að glíma við rakaskort. Þú getur sem dæmi verið með olíukennda húð sem er rakaþurr og því verið olíukennd en með þurrkubletti. Þetta er ástand sem ruglar marga en munurinn á þurri húð og húð sem vantar raka, er að þurri húð vantar olíur en rakaþurri húð vantar vatn.
Orsök þess að húðin er þurr er oftast tengd genum eða hormóna ójafnvægi. Hinsvegar ef húðina vantar raka getur það tengst utanaðkomandi aðstæðum eins og veðri, óheilbrigðum lífstíl eða snyrtivörum sem henta ekki þinni húðgerð. Á ensku kallast rakaþurr húð dehydrated skin. Rakaþurr húð er mjög algeng á Íslandi, sérstaklega út af veðurfari.

Húð sem vantar raka:

 1. Virkar líflaus og flöt í útliti
 2. Fínar línur sem virðast koma og fara
 3. Húðin virðist vera fyllri og heilbrigðari beint eftir sturtu – áður en þú þurrkar hana.
 4. Er betri í röku andrúmslofti.
 5. Á það til að verða gráleit í köldu og þurru veðri.
 6. Flagnar stundum þegar farði er settur á, sérstakleg í kringum augu og nef.

Þurr húð:

 • Þér líður óþægilega í húðinni eftir að hafa þrifið hana eða farið í sturtu. 
 • Húðin er þurr í lok dags, jafnvel þótt þú hafir borið á hana rakakrem um morguninn. Farðinn er þornaður á húðinni í flekkjum. 
 • Húðin er aum í köldu veðri og óróleg í of miklum hita. 
 • Þú ert færð/fékkst fínar línur, á undan jafnöldrum þínum. 
 • Húðin getur orðin svolítið grá og líflaus, sérstaklega á veturna, í kringum nefið, augun og kinnarnar. 
 • Litlar húðholur.  
 • Þú hefur tilhneigingu til þess að fá „milia“ sem eru litlar hvítar „bólur „sem virðist vera ómögulegt að kreista og eru jafnvel í húðinni mánuðum saman. Myndast oft í kringum augun.

Þó að það sé alltaf gott að drekka nóg af vatni, þá eru ekki til nægilega góðar rannsóknir sem sanna að mikil vatnsdrykkja skili sér út í húðina. Það virkar heldur ekki að skvetta bara vatni framan í sig nokkrum sinnum á dag, því húðin okkar er hönnuð til þess að hrinda frá sér vatni – gætuð þið ímyndað ykkur hvernig við myndum annars blása út eftir sundferðir!?

Við mælum að sjálfsögðu alltaf með því að vökva líkamann vel, bæði með vatni, ávöxtum og heilbrigðum lífstíl. En ef þú finnur enn fyrir því að húðin sé rakaþurr hafðu augun opin fyrir innihaldsefnum eins og hýalúrónsýru og glycerin. Þessi innihaldsefni ásamt fleirum, hafa þann eiginleika að draga vatnið úr snyrtivörum og andrúmsloftinu, bera þau niður í húðlögin og halda rakanum þar og þannig vinna á rakaskorti í húðinni.

Þegar við notum húðvörur þá berum við þær á frá þunnustu vörunni til þeirrar þykkustu. Rakakremið er því borið síðast á húðina, á undan sólarvörn á daginn og á kvöldin sem síðasta skref nema maski eða olía sé notuð líka.

Moisture Surge slær nokkrar flugur í einu höggi því að það má einnig nota rakakremið sem maska. Þá er kremið borið á í aðeins þykkara lagi og látið vera á húðinni í 5 mínútur – nuddið svo kreminu vel inn í húðina eftir á eða þurrkið auka lagið af með pappír. Leyniráð förðunarfræðingsins Auðar Jónsdóttur sem fór yfir Regnboga Beautyboxið með okkur er svo að nota Moisture Surge til þess að fríska upp á þurra húð yfir daginn. Til þess að gera það þá nuddar hún smá af kremi í fluffy bursta og dúmpar yfir andlitið á þau svæði sem þurfa smá meiri ljóma og raka.

Það er líka gaman að segja frá því að umbúðir Moisture Surge eru endurunnar og má endurvinna aftur með því að skola þær og flokka.

Sýnikennsla

Við mælum svo eindregið með því að horfa á sýnikennslu í boði Auðar Jónsdóttur förðunarfræðings sem býr og starfar í Los Angeles en Beautyboxið okkar ferðaðist alla leiðina til hennar fyrir myndbandið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *