Húðsnapparinn Ylfa Soussa prófaði allt áður en hún las sig til um fræðina á bak við húðumhirðu: Svaf með límband á bólunum, tannkrem, þykka drullu sem hún hnoðaði úr Lux sápustykki.

Fyrir og eftir mynd af Ylfu Pétursdóttur Soussa.

Hver er Ylfa Húðsnappari?

Ég er 42 ára 4 barna húsmóðir í New York og húðperri/húðvöruáhugamanneskja (á sterum) í hjáverkum. Ég er Árbæingur, elst af 5 systrum, (frægu Pétursdætturnar, pabbi okkar Iron-Pétur í Kók). En án gríns þá er ég búin að eiga í vandræðum með húðina á mér í rúm 30 ár eða frá því að ég var 12 ára gömul. Ég hef verið með rósroða frá því ég var ungabarn, slæmar unglingabólur í 6 ár, eftir að húðin jafnaði sig á bólum var rósroðinn verri en nokkur sinni fyrr. svo ég hef verið að hugsa um húðina, leita fyrir mér frá því að ég var 12 ára, það sem ég prófaði ekki á bólurnar, ég svaf með límband á bólunum, tannkrem, þykka drullu sem ég hnoðaði úr Lux sápustykki og bara á húðina og svaf með. Það var ekkert sem ég var ekki tilbúin að prófa.

Ég þjáðist af hræðilegum yfirborðsþurrki, húðin var beinlínis hreistruð, mjög feit undir, rauð, þrútin og bólgin, háræðaslitin voru slæm og áberandi og svo byrjaði ég að fá rósroðabólur ofan á allt saman. Húðin var skraufþurr á morgnana eftir húðþvott og varð svo feit og glansandi þegar leið á daginn.  Ég þurfti að nota grófa skrúbba og kornamaska til að reyna að losna við hreistrið og halda því niðri. Því svona yfirborðsþurrkur lítur aldrei vel undir farða og ég þurfti að mála mig til að hylja allan roðann sem stundum varð svo slæmur að ég varð fjólublá í kinnunum.  Ég leit út eins og ég væri marinn og væri barin heima hjá mér, mér fannst ömurlegt hvernig var starað á mig ef ég málið mig ekki daglega. En vegna þess að ég hafði verið með svo slæmar unglingabólur þá var alltaf hræðsla um að bólurnar kæmu aftur svo ég þvoði mér alltaf á hverju kvöldi og svaf aldrei með farða á mér, aldrei!  Svo það má sko segja að ég hafði hugsað (vel?) um húðina á mér síðustu 30 ár.

Hvenær byrjaðir þú að fræða þig og pæla í húðumhirðu og af hverju?

Fyrir tæpum tveim árum lagðist ég yfir netið í þeim tilgangi að finna lausn á hrukkuvandamálunum mínum, mér fannst ég svo hræðilega hrukkótt allt of snemma, og einu svörin frá húðsjúkdómalæknum í New York var Botox og ég er ekki tilbúin í það alveg strax, mér finnst gott að eiga það eftir, það er svo dýrt og þarf að endurtaka svo oft, ég veit ef ég byrja þá mun ég ekki hætta. Ég lág yfir alls konar rannsóknum, lærði um innihald húðvara, las greinar eftir húðlækna, beauty blog, allt sem ég komst í, sat og glósaði og glósaði, ég hef unnið við heimasölu á bandarískum húð og snyrtivörum í 10 ár svo ég hef heilmikla reynslu en ég vildi vita meira, miklu meira og ég vildi skilja betur húðina, af hverju hrukkast hún, hvað er raunverulega og á raunhæfan hátt hægt að gera til að laga hrukkur.

Ég vissi að það væri eitthvað hægt að gera, ég vissi ekki bara 100% hvað.  Eftir nokkra mánuði fór ég að sjá vonarglætu og ég byrjaði að kaupa eina og eina vöru og prófa. Á svipuðum tíma vildi svo til að Differin gelið (Adapalene 0,1%) var að komast í lausasölu í Bandaríkjunum þar sem ég bý, eftir áratugi undir lögum og reglum að vera eingöngu uppáskrifaði frá læknum.

Ég kynntist sýrum í fyrsta sinn og fór að prófa þær, ég fann allt um derma rúllun (svipað og dermapen nema það sem við getum gert heima),Ég lærði allt um Peptíð og hvernig þau virka og að vöntun á kollageni er það sem veldur sjáanlegum hrukkum á húðinni.  Brúnir blettir af völdum sólarinnar gera okkur svo ellileg líka. mikilvægi sólarvarnar. Og svo kynntist ég Hyaluronic sýru sem er alls ekki sýra í þeim skilningi heldur er þetta sameindir sem húðin á okkur framleiðir sjálf til að sækja og halda raka í húðinni.

Hvernig hefur snapchat ævintýri Húðsnapparans verið?

Húðsnappið eins og ég kalla það varð til eftir að æðislegar uppgötvanir á sýrum og Differin sem er retinoid krem og ég vildi að sjálfsögðu deila með systrum mínum, vinkonum, mömmu og frænkum mínum, svo ég stofnaði hóp sem seinna varð úr því að ég opnaði snappið og My story varð undirlögð af Húðsnappinu, fljótlega opnaði ég Facebook síðu og instagram fyrir snappið. Það má svo sannarlega kallar þetta snapchat ævintýri því viðtökurnar hafa verið vonum framar og snappið rifnar út í allar áttir. Ég er svo þakklát fyrir hvað vel hefur gengið. Systur mínar og mamma hafa verið svo æðislegar í að styðja mig og hvetja mig áfram í þessu öllu, ég hefði aldrei gert þetta án þeirra hjálpar.

Hver eru helstu ráð sem þú gæfir einstaklingum sem að kljást við eftirfarandi:

Rósroða:

Róa bólgurnar og roðann í leiðinni með sýrum (AHA og BHA) og retinoids (Differin)/ retinoic sýru (RetinA). Þegar bólgurnar eru orðnar betri þá er í lagi að nota olíur á húðina, olíuhreinsar og næringarríkar fræolíur.  Það er svo gríðarlegur misskilningur að rósroði og olíur fari ekki saman. Húðin á okkur þarf olíu.

Bólur:

Bólótt húð hvort sem hún er feit eða blönduð þarf mildan hreinsi, BHA sýru (salicylic sýru 2-4%), góðan raka, retinoids (eins og Differin) og olíur sem stífla ekki húðina eins og Rose Hip seed, Grape seed og jojoba. Það mikilvægasta er að þurrka ekki húðina um og of, það gerir vandamálið verra og ýtir undir örmyndun.

Mjög þurra húð sem að flagnar:

Olíu hreinsi til að nudda húðina og hreinsa til losa um dauðar húðfrumur sem eru nú þegar lausar á yfirborðinu og svo AHA ávaxtasýru, glycolic, lactic eða malic til að losa um dauðar húðfrumur á yfirborðinu, góðan raka og jafnvel krem með olíum í til að næra hana, Það að drekka bara meira vatn mun ekki losa okkar við þurra húð, við þurfum að meðhöndla hana utan frá.

Svokallaða ellibletti eða mislitaða húð:

Glycolic sýru, C-vítamín í serumformi/maska og sólarvörn.  Retinoids og retinoic sýra hjálpar líka við að losa um sólarskemmdir sem elliblettir eru í rauninni.

Ótímabæra öldrun húðar:

DIFFERIN eða sterkt og gott retinol (1-2%), retinoids eða retinoic sýra til að örva húðina til að framleiða kollagen og elastín, endurnýja sig hraðar, sýrur (AHA/BHA) til að losa um dauðar húðfrumur, sólarbletti og til að opna og hleypa raka og virkum efnum betur inn í húðina, Sýra getur líka örvað náttúrulega framleiðslu á Hyaluronic sýru í húðinni, sem hjálpar húðinni að sækja og halda vatni í húðinni, C-vítamín og önnur virk andoxunarefni því þau geta lagað skemmdir sem hafa orðið á kollageni húðarinnar sem hafa skemmst vegna umhverfis (sólar),serum innihalda virk efni og koma þeim betur inní húðina en krem, Peptíð!!!! peptíð byggja upp kollagen og elsastín (prótein) húðarinnar, næra húðina með olíum.

Líflausa húð

Líflaus húð er mött og með of mikið af dauðum húðfrumum á yfirborðinu, sýrur bjarga því fjótt og örugglega, gott raka serum, C-vítamín og næringarrík olía, leitið af góðum fræolíum í innihaldslýsingunni.

Instagramið hennar Ylfu er – https://www.instagram.com/hudsnappid/

Við báðum Ylfu um að mæla með vörum sem eru í sölu hjá okkur:

Hér er listi af vörum sem ég mæli með frá Beautybox.is, þetta er ekki endanlegur listi. Ég er ofsalega hrifin af Origins merkinu fyrir þá sem eru ekki viðkvæmir fyrir ilmkjarnaolíum, Skyn Iceland er gott líka.

Andlitshreinsar

Rakasprey og Andlitsvötn

Sýrur

-25%
Original price was: 4.950 kr..Current price is: 3.713 kr..

Rakaserum

L´Oreal Hydra Cenius Aloe Water er sjúklega spennandi vara.

Rakakrem

L’Oréal kremin eru klassísk og góð, Origins kremin eru svo góð, ég er elska GinZing kremið og gelið.

Olíur

Olíur, Ra oils, acne og eternal radiance elska þær báðar og Mádara Superseed lítur sjúklega vel út af innihaldslýsingunni fyrir venjulega til blandaða húð, dýrðleg alveg hreint.

-25%
Original price was: 9.890 kr..Current price is: 7.418 kr..

Einhver loka ráð? 

Ég var með húðina mína í olíusvelti þar til fyrir um ári síðan, við eigum hættu á því að nota of mikið af olíulausum vörum og ýta enn frekar undir olíuframleiðslu húðarinnar. Verum opnari fyrir því að nota olíur fyrir allar húðgerðir, það eru til olíur fyrir alla. Sýrur þurrka ekki húðina, þvert á móti, losa um dauðar húðfrumur og örva Hyaluronic framleiðslu húðarinnar. Skrúbbar og kornamaskar eru ekki nauðsynlegir, þeir erta húðina og geta valdið háræðaslitum. Sólarvörn skiptir gríðarlega miklu máli, notið sólarvarnir frá merkjum sem þið treystið og finnið áferðina sem þið fílið vel og á vel við húðina ykkar. Framleiðslu á sólarvörn hefur farið gríðarlega fram á síðustu árum.

Sætar kveðjur frá Ylfu í NY.

Takk fyrir viðtalið Ylfa! Við mælum með því að þið fylgist með henni á samfélagsmiðlunum hennar:

Snapchat: @ylfasoussa
Facebook: https://www.facebook.com/hudsnappid/
Instagram: https://www.instagram.com/hudsnappid/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *