Sisley Paris

Sisley Paris er franskt hágæða snyrtivörumerki sem framleiðir húðvörur, förðunarvörur, ilmi og hárvörur.

Sisley Paris er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1976. Þau eru frumkvöðlar í jurtasnyrtifræði, nýjustu tækni og grasafræðilegum formúlum og með áratuga rannsóknir á bak við vörurnar sínar.

Sisley Paris notar aðeins bestu hráefni sem völ er á til að búa til margverðlaunaðar formúlur og vörur sem veita framúrskarandi árangur.

sisley paris gjafasett

-20%
Original price was: 99.750 kr..Current price is: 79.800 kr..
-20%
Original price was: 55.500 kr..Current price is: 44.400 kr..
-20%
Original price was: 21.150 kr..Current price is: 16.920 kr..
-20%
Original price was: 41.700 kr..Current price is: 33.360 kr..

Black Rose

Lúxus áferð, mildur ilmur, mýkjandi og styrkjandi innihaldsefni. Uppgötvaðu þessa frábæru kosti Black Rose línunnar.

Velvet Collection

Velvet Collection býður upp á öfluga róandi eiginleika saffran blómaþykknis sem næra og mýkja þurra húð og gefa henni fallegt útlit.

Sisleÿa L'Integral Anti-Âge

Háþróaðar og tæknilegar formúlur Sisleÿa varanna hefur alla kosti að bera til þess að gefa húðinni unglegt og fallegt yfirbragð. Línan er fullkomnasta anti-aging lína Sisley Paris.

Maskar

Sisley Paris býður upp á alhliða safn af andlitsmöskum með formúlum sem eru ríkar af virkum efnum sem unnar eru úr plönntuþykkni. Maskarnir eru sniðnir að þínum þörfum; raka, þægindi, jafvægi húðarinnar, ljóma, unglegt útlit og orku.

Hreinsar, tónerar og skrúbbar

Sisley Paris býður upp á úrval af farðahreinsum, andlitshreinsum, andlitsvötnum og mildum skrúbbum sem henta öllum húðgerðum. Allar vörurnar eru byggðar á öflugum plöntuþykknum sem veita ferska og notalega húð.

Essential Moisturizers & Skin Perfectors

Dagleg rakagjöf er nauðsynleg til að viðhalda mýkt og ljóma húðarinnar. Sisley Paris býður upp á rakagefandi vörur fyrir allar húðgerðir.

Supremÿa La Nuit Anti-Age

Supremÿa línan hefur verið vandlega hönnuð til þess að mæta þörfum allra húðgerða með einstökum hráefnum sem sporna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar. Vörurnar vinna alla nóttina að því að endurlífga húðina og skilja hana eftir stinnari, sléttari og geislandi.

-30%
Original price was: 116.420 kr..Current price is: 81.494 kr..
-30%
Original price was: 116.420 kr..Current price is: 81.494 kr..

Tropical Resins

Tropical Resins línan býður upp á markvissar formúlur sem hreinsa húðina, draga úr óhreinindum og umfram olíumyndun, lágmarka útlit svitahola og gefa húðinni matt yfirbragð á sama tíma og línan gefur húðinni raka.

SisleÿUm For Men

SisleÿUm línan er sérstaklega hönnuð fyrir húð herra. 

Super Soin Autobronzant

Sisley Paris býður upp á langvarandi og ljómandi sjálfbrúnku sem hægt er að nota allt árið. Vörurnar eru rakagefandi með kremkenndri áferð sem skapar náttúrulegan ljóma á sama tíma og þær auka mýkt og þægindi húðarinnar.

Essential Bodycare

Sisley Paris býður upp á alhliða líkamsvörulínu sem gerir allt sem húðin þín þarfnast. Allt frá rakagefandi líkamsskrúbbum til líkamskrema sem stinna húðina og vinna á appelsínuhúð. Líkamsvörulínan inniheldur einnig markvissar húðvörur sem eru fyrir ákveðin svæði líkamans, svo sem háls, barm og hendur.

Farðagrunnar, farðar og hyljarar

Farðalína Sisley Paris leggur áherslu á að draga fram það fegursta í þinni húð. Afkastamiklar formúlurnar henta öllum húðgerðum, jafnvel þeim viðkvæmustu.

Farðagrunnar

Farðar og hyljarar

Kinnalitir og sólarpúður

Ofurléttar áferðir, ljósdreifandi örperlur og fallegir litir sem blandast húðinni þinni áreynslulaust. Kinnalitirnir og sólarpúðrin frá Sisley Paris gefa þér ferskt og sólkysst útlit allt árið um kring.

Varir

Gefðu vörunum þínum mýkt, fyllingu og ljóma með varavörunum frá Sisley Paris. Vörurnar innihalda plöntuþykkni sem gefa vörunum rakagefandi og fallegt útlit ásamt því að vernda varirnar.

Augu og Augabrúnir

Framkallaðu allar tegundir af augnförðun með vörunum frá Sisley Paris. Vandaðar formúlurnar innihalda mild innihaldsefni sem henta fyrir hin viðkvæmustu augu.

Augnskuggar og augnblýantar

Maskarar

Augabrúnir

Professional Tools

Óviðjafnanleg gæði förðunarburstanna hjálpa þér að fullkomna förðunina þína. Sisley Paris vann með Raphaël, frönskum burstameistara sem hjálpaði þeim að hanna bursta sem draga það besta fram úr vörunum þínum.

Ilmvötn

Ilmirnir frá Sisley eru töfrandi og tímalausir, hannaðir fyrir fágaðar, þokkafullar og nútímalegar konur. Með því að sameina glæsileika, dýpt og kvenleika fullkomna ilmirnir heildarútlið þitt og leggja áherslu á margbreytileikann í hverri og einni konu.

L'Eau Rêvée

L’eau Rêvé ilmirnir eru innblásnir af mismunandi kynslóðum d´Ornano-fjölskyldunnar, höfunda Sisley. Þessi lína samanstendur af sex blönduðum ilmvötnum með fullkomnu tvísýnu eðli.

Hárvörur

Rannsóknarteymi Sisley Paris notaði sérþekkingu sína á húðvörum til þess að þróa hágæða hárvörur. Hair Rituel by Sisley býður upp á ofurárangursríkar hárvörur sem veita hárinu sömu athygli og húðvörur Sisley veita húðinni. Vörurnar innihalda öflug plöntuþykkni, ilmkjarnaolíur og vítamín.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til þess að skoða Hair Rituel by Sisley Paris