Lúxúsilmvötnin sem seljast á 2 sekúndna fresti, á ótrúlegu verði.

Við elskum að kynna fyrir ykkur nýjar vörur í Beautyboxinu okkar og er í fyrsta skipti ilmvatnsprufa í boxinu frá breska ilmvatnshúsinu Milton Lloyd sem er breskt ilmvatnshús. Milton Lloyd er fjölskyldufyrirtæki í London þar sem nokkrir ættliðir vinna.

Sagan þeirra heillaði okkar þrátt fyrir að við höfðum við aldrei heyrt um þetta flotta fyrirtæki sem selur yfir 18 milljónir af ilmvatnsflöskum á ári hverju. Ástæðan fyrir því að við höfum aldrei heyrt um þetta flotta fyrirtæki er einfaldlega út af því að þeir auglýsa bara ekki neitt. Það sem Milton Lloyd skarar fram úr í er að gefa prufur af ilmvötnunum sínum. Ilmvatnsprufur eru af skornum skammti hérna heima og því erum við ótrúlega glöð að geta boðið upp á merki þar sem hægt er að prófa ilmina vel áður en maður finnur sinn ilm.

Colour Me línan þeirra er langvinsælasta línan þeirra og í Partý Prepp Beautyboxinu leyndist prufa af einum af ilmunum þeirra af handahófi. Ilmirnir er mismunandi en allir dásamlegir og á svo góðu verði að við varla trúum því. Það sem Milton Lloyd gerir til halda niðri kostnaði og hámarka framleiðsluna er að leggja meiri áherslu á ilmina sjálfa og innihaldsefnin í þeim heldur en auglýsingar og pakkningar. Ilmirnir innihalda fínar olíur og endast lengi.

En þrátt fyrir að Colour Me línan þeirra sé vinsælust þá tókum við líka inn einn herra og einn dömuilm í Perfumers Choice línunni þeirra þar sem herrailmurinn Victor er mest seldi ilmurinn á Amazon UK og Valerie dömuilmurinn er dásamlegur líka.

Ef þig langar að prófa Colour Me ilmina ekki hika við að biðja okkur um prufur, þær tala fyrir sínu.

dömuilmir

Herrailmir

2 thoughts on “Lúxúsilmvötnin sem seljast á 2 sekúndna fresti, á ótrúlegu verði.

  1. Maríanna Jónsdóttir says:

    Mig langar ad biðja um ilmvatnsprufur af milton loyed bæði herra og dömu er spá í jolagjofum

    • Valgerður Ólafsdóttir says:

      Sæl Maríanna 🙂 já vertu velkomin í verslunina okkar í Síðumúla 22 til að fá prufur. Einnig er hægt að senda á okkur skilaboð á Facebook spjallinu og við getum að stoðað þig betur þar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *