Hvað leyndist í Regnboga Beautyboxinu?

Regnbogaboxið fer yfir allan regnbogan af húðvörum og með þessu boxi viljum við leiðbeina ykkur að búa til ykkar eigin húðrútínu og útskýra hvert skref fyrir sig.

Vörurnar í boxinu gera allt sem við þurfum, þær hreinsa, skrúbba, gefa raka, ljóma og vinna á ótímabærri öldrun húðarinnar. Þær innihalda spennandi og frábær stjörnuinnihaldsefni sem gera rútínuna öfluga og skilvirka. Vörurnar stífla ekki húðholur, eru mildar en áhrifaríkar og andvirði boxins er 10.353 kr.

Í gegnum árin höfum við tekið eftir því að margir hafa ekki hugmynd í hvaða röð og hvernig mismunandi húðvörur eru notaðar. Okkur langaði að nýta tækifærið og búa til box til að hjálpa ykkur að búa til ykkar eigin húðrútínu og útskýra skrefin á sem einfaldastan hátt.

Sýnikennsla

Við mælum með því að horfa á sýnikennslu í boði Auðar Jónsdóttur förðunarfræðings sem býr og starfar í Los Angeles en Beautyboxið okkar ferðaðist alla leiðina til hennar fyrir myndbandið.

 

Við viljum taka fram að húðrútína þarf alls ekki að vera milljón skref. Ef þú hefur takmarkaðan tíma og þolinmæði eða t.d. ung börn, þá skiljum við mjög vel að tíu skrefa húðrútína sé eins og að klífa Everest. Ef þú ert húðvöruperri sem hefur tímann og elskar að dekra við húðina á kvöldin, njóttu vel. „You do you“ og allt það. Við vonum hinsvegar að hver sem er geti tekið einhvern fróðleik úr boxinu og þar af leiðandi búið til húðrútínu sem hentar þeim vel.

Að nota réttar vörur og í réttri röð reglulega getur gert kraftaverk fyrir húðina okkar.

Við minnum einnig á að við erum til staðar ef ykkur vantar aðstoð eða ef einhverjar spurningar vakna! Ekki hika við að senda á okkur línu eða mæta í ráðgjöf í verslunina okkar í Síðumúla.

Kóresk húðrútína er svo hljóðandi:

Farðahreinsir
Andlitshreinsir
Andlitsskrúbbur
Andlitsvatn
Essence
Meðferð/serum
Sheet Maski
Augnkrem
Andlitskrem eða olía
Sólarvörn

 

 

Í boxinu leyndust eftirfarandi vörur sem eru notaðar í eftirfarandi röð:

Farðahreinsir: 7ml Dr. Dennis Gross Hyaluronic Marine Meltaway Cleanser
Andlitshreinsir: 4ml Dr. Dennis Gross Alpha Beta Cleansing Gel
Andlitsskrúbbur/maski/meðferð: 17ml Mádara Brightening AHA Peel Mask
Andlitsvatn/essence: 30ml Yuza Double Lotion
Augnkrem: 15ml Bybi Eye Plump
Rakakrem: 15ml Moisture Surge 100hr Auto-Replenishing Hydrator
Sólarvörn: 7ml Hello Sunday – the one that‘s a serum

Smelltu hér fyrir neðan til þess að skoða bloggin sem fara yfir hvert skref fyrir sig

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.