Rakagefandi brúnka frá St. Tropez

Við elskum að vera með smá lit á okkur. Það er bara eitthvað við smá brúnku sem gefur okkur smá auka sjálfstraust og gleði. Við dýrkum líka rakagefandi vörur og sameinar St. Tropez brúnkugelið sem var í Beautyboxinu þessa 2 hluti á frábæran hátt.

Það besta við St. Tropez Express brúnkugelið er að það þarf lítinn sem engan undirbúning því gelið er svo rakagefandi og auðvelt í notkun. Gelið er dökkt þegar það kemur úr túpunni en ekki láta það blekkja þig því það dreifist mjög vel úr því og gefur fallega gylltan lit. Gelið er mjög drjúgt og er ekki klístrað svo það er tilvalið til að nota þegar þig langar í smá extra lit – þó það sé ekki nema á efri líkamann. Það smýgur einstaklega vel einn í húðina, inniheldur rakagefandi hýalúronsýrur og tekur stuttan tíma að bera á líkamann.

Húðin fær fallega geislandi ljóma og lit eins og sést á fyrir og eftir myndunum. Agnes var með gelið á í 2 tíma áður en hún fór í sturtu en auðvelt er að stjórna því hversu dökka brúnku þú vilt.

Það eina sem þú þarft að gera er að bera gelið á hreina húð, dreifa því með brúnkuhanska og bíða í 1-3 tíma eftir því hversu dökka brúnku þú vilt.

1 klst: fyrir léttan lit og sólkysst útlit.
2 klst: fyrir miðlungs, gyllta brúnku.
3 klst: fyrir djúpan en náttúrulegan, bronsaðan lit.

Eftir 1-3 tíma fer maður í volga sturtu (ekki of heita) og skolar leiðandi litinn af. Brúnkan myndast svo næstu 8 tímana og gefur geislandi heilbrigt útlit.

Fyrir

Eftir 2 tíma

Eins og Agnes segir í myndbandinu, ef það er einhvern tíman tíminn til þess að dekra aðeins við sjálfa sig, þá er það núna.

Texti: Íris Björk Reynisdóttir
Myndband: Agnes Guðmundsdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *