Hátíðarförðun

Desember er genginn í garð og við erum í hátíðarskapi.

Sýnikennsla vikunnar sýnir hátíðarförðun með fallegum rauðum vörum.

Fyrir húðina notuðum við Sensai Glowing Base, farðagrunnur með perlukenndum lit. Þessi farðagrunnur leiðréttir húðlit og veitir fallegan ljóma. Hægt er að bera farðagrunninn á með höndunum eða með bursta. Þegar við notum ljómandi farðagrunn undir farða þá fáum við ljóma sem skín í gegnum farðann og veitir hraustlegan náttúrulegan ljóma. Ég mæli sérstaklega með að nota ljómandi farðagrunn fyrir þurra eða venjulega húð.

Falleg fyrir

Falleg eftir

Við notuðum svo einnig farða frá Sensai, Luminous Sheer. Léttur ljómandi farði sem líkist fremur bb kremi en farða. Hrista þarf farðann vel fyrir notkun. Þessi farði er fullkominn fyrir létta þekju en hægt er að byggja hann upp. Ég notaði flatan farðabursta frá Smashbox til þess að fá betri þekju. Þessi farði hentar einstaklega vel þeim sem vilja ekki finna fyrir farðanum á andlitinu.

Sensai Glow Base og Sensai Luminous Sheer

StylPro Glitter Brush Set

Við blönduðum saman varablýantinum Becca Ultimate Lip Definer í litnum Fun og Becca Glow Gloss í litnum Rose Gold til að fá fallegan hátíðlegan rauðan lit með gylltum gljáa. Til þess að varaliturinn endist lengur setjum við varablýantinn alveg yfir allar varirnar og þá fáum við einnig  fallegri lit undir glossinn

Módel: Elsa Hrund Bjartmarz

 

Becca Ultimate Lip Definer í litnum Fun

 

Með Becca Glow Gloss í litnum Rose Gold

Vörur

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *