Sterkir litir – sýnikennsla

Í nýjustu sýnikennslunni sýndum við skemmtilegt 80’s lúkk með sterkum litum. Sýnikennslan var gerði í samstarfi við MS þar sem að 85 ballið er á fimmtudaginn, en allir þeir sem að vilja læra að nota sterka liti í förðun ættu að geta dregið góð ráð frá sýnikennslunni.

 

Við notuðum pallettuna L.A. Cover Shot frá Smashbox, þessi palletta er tilvalin til að eiga í safninu bæði fyrir náttúruleg lúkk og einnig ef þú vilt aðeins poppa uppá augnförðunina og nota sterka liti.

Með pallettunni kemur einnig svartur augnblýantur. Það er mikilvægt að nota góðan augnskuggagrunn, sérstaklega þegar við notum áberandi liti. Við fáum sterkari lit og augnförðunin endist mun betur. Í þessu myndbandi notuðum við Photo Finish 24 hour augnskuggagrunninn frá Smashbox .

Fyrir fallegan ljóma á bringu, hendur og fætur er Nip+Fab Glow Getter olían tilvalin. Hægt er að nota olíuna með höndunum eða með bursta. Hún gefur örlítinn lit og ótrúlega fallegt shimmer.

Við gerðum svo vöffur í hárið með Jean Louis David The Perfect Wafer.

Vörur

5.900 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *