Hvað leyndist í BÚST! Beautyboxinu

BÚST! Beautyboxið kom út á dögunum og erum við ótrúlega stolt af þessu boxi. Við viðurkennum að við erum alltaf smá stressuð þegar við gefum út box, enda margra mánaðar vinna á bak við boxin og viljum við passa að halda þeim spenanndi og veglegum í hvert skipti. BÚST! Beautyboxið var einmitt smá öðruvísi box eins og við gáfum til kynna. Í því var ekki beint að finna hinar týpísku snyrtivörur heldur völdum við vörur sem okkur fannst akkúrat það sem við þurfum á að halda þessa dagana. Vörurnar völdum við því þær vernda okkur, byggja okkur upp og gefa okkur extra BÚST!

Þær eru andoxandi, hreinsandi og einstaklega nærandi og þetta box er algjörlega ólíkt öllum okkar fyrri boxum. Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar og það er frábært að geta ennþá komið ykkur á óvart eftir 11 box.

Í boxinu leynist einnig dásamlegt belgístk karamellufyllt súkkulaði frá Godiva sem hefur framleitt súkkulaði frá árinu1926. Súkkulaðið fæst í fínni matvöruverslunum og mælum við svo sannarlega með.

En hvað leyndist í boxinu?

Mr. Blanc Teeth -Bambus Charcoal Whitening Polish

Í fullri stærð

Svart kolatannkrem sem hjálpar við að fjarlægja bletti sem myndast hafa á tönnum af völdum te, kaffis, rauðvíns og tóbaks. Tannkremið gerir tennurnar bjartari og hvítari án þess að skaða glerunginn. Regluleg notkun hjálpar einnig til við að koma í veg fyrir að tannsteinn myndist og haldast tennurnar hvítar til lengri tíma.

Notkunarleiðbeiningar

Burstið tennurnar með tannkreminu í 2-3 mínútur í senn allt að tvisvar sinnum á dag. Til að ná sem bestum árangri skaltu bíða með tannkremið á tönnnunum í allt að eina mínútu áður en þú skolar það af.

ATH: tannkremið á ekki að nota í staðin fyrir venjulegt tannkrem. Þú þarft daglega hreinsun með venjulegu tannkremi.

Tannkremið hefur ekki hvíttandi áhrif á krónur eða fyllingar.

Af hverju er það í BÚST! boxinu ?

Ef það er eitthvað sem við höfum lært frá Hollywood stjörnunum þá er það að hvítar fallegar tennur geta yngt okkur um mörg ár – og eru líklegast eitt ódýrasta og skilvirkasta ráðið til þess að bæta útlitið okkar á skömmum tíma. Hvítari tennur gefa sjálfstraustinu okkar extra BÚST!

EstéeLauder - Advanced Night Repair – ný og endurbætt formúla!

7ml lúxusprufa

Advanced Night Repair inniheldur velviljaðar bakteríur sem róa húðina, draga úr roða og bólgum og styrkja hana. Þrípeptíð-32 sem hjálpa við uppbyggingu á kollageni og elastíni og vinna því gegn hrukkum og fínum línum. Þörunga sem að hvetja húðina til að endurnýja sig ásamt því að vera ein fyrsta snyrtivaran til að innihalda hýalúronsýrur sem viðhalda rakanum í húðinni. Saman vinna innihaldsefnin að heilbrigðri, rakafylltri og fallegri húð og berjast því við áhrifum ótímabærrar öldrunar.

Nýja formúlan er bætt svona:

1. Húðin fær enn meiri raka og fyllingu í 72 tíma! – það er enn meira magn af hýalúronsýrum í formúlunni.

2. Andoxandi áhrif formúlunnar eru sterkari.

3. Formúlan styrkir húðina enn betur.

Notkunarleiðbeiningar 

Berið á hreina húð áður en rakakremið er notað. Notið nokkra dropa og berið mjúklega á andlit og háls. Má nota bæði kvölds og morgna.

Af hverju var það í BÚST! boxinu?

Advanced Night Repair hefur verið í boxinu okkar áður og sló það í gegn. Þegar okkur bauðst að hafa það aftur í boxinu hugsuðum við okkur 2x um… EN Advanced Night Repair er nú engin venjuleg vara – heldur vinsælasta serum í heiminum og hér er það í endurbættri útgáfu sem er einkaleyfisvarin til 2033 og við vitum að það eru margir spenntir að prófa það. Ef það er einhver vara sem gefur okkur BÚST! þá er það Advanced Night Repair.

KeyNatura - Íslenskt AstaXanthin

Í fullri stærð – mánaðarskammtur

Astaxanthin er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og er til að mynda 6.000 sinnum sterkara en C-vítamín. Rannsóknir benda til að Astaxanthin hjálpi húðinni að verjast gegn geislum sólarinnar og þar með aðstoða hana að berjast gegn ótímabærri öldrun. (Við mælum samt að sjálfsögðu með því að nota sólarvörn daglega líka!).

Astaxanthin vinnur að því að græða og vernda alla frumuna í heild sinni sem gerir það frábrugðið öðrum andoxunarefnum. Húð, vöðvar, liðbönd, sinar, augu, innri líffæri, hjarta- og æðakerfi ásamt taugakerfi eru öll móttækileg fyrir Astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt andoxunarefni.

Notkunarleiðbeiningar

Takið 2 perlur á dag með mat. Barnshafandi konum, konur með barn á brjósti, börn undir 18 ára aldri og fólk með sjúkdóma er ávalt ráðlagt að leita álits læknis eða annars sérfræðings áður en tekin eru inn fæðubótarefni.

Af hverju er það í BÚST! boxinu ?

Að huga vel að heilsu og sál er instaklega mikilvægt þessa dagana og því þykir okkur einstaklega skemmtilegt að bjóða upp á húðbætandi andoxunarBÚST! í Beautyboxinu okkar.

Mádara - ANTI 20 sec Clean Hands Spray

Í fullri stærð

Handsótthreinsir sem inniheldur 70% hreint jurtaspritt, sýkladrepandi og róandi kraft úr trönuberjum, roðrunnaberjum og kamillu. Sótthreinsirinn inniheldur einnig betaín sem viðheldur rakajafnvægi húðarinnar svo hendurnar þorni ekki upp við notkun. 100% lífrænt og gott.

Notkunarleiðbeiningar

Spreyið á hendurnar, nuddið í 20 sekúndur og látið þorna.

Afhverju er það í BÚST! boxinu?

Því ef það er einhver snyrtivara sem er nauðsynleg í veskið í dag – þá er það sótthreinsir. Spreyið er lítið og handhægt og fullkomið í vasann, bílinn eða töskuna. Það er milt á þurrar hendur og BÚST!-ar okkar persónulegu sóttvarnir.

Smashbox Vitamin Glow Primer

7ml lúxusprufa

Vítamín Glow er léttur gelkenndur og frískandi farðagrunnur sem er fullur af andoxunarefnum. Farðagrunnurinn inniheldur B, C og E vítamín og eykur náttúrulegan ljóma húðarinnar, gefur henni raka og grunnar húðina fyrir förðun.

Notkunarleiðbeiningar

Berið á húðina eftir rakakremi og sólarvörn:). Má nota einan og sér eða undir farða.

Af hverju er hann í BÚST! boxinu ?

Því við höfum verið heilluð af þessum farðagrunn síðan við prófuðum hann fyrst. Hann gefur húðinni einstaklega fallegan ljóma, er léttur og hjálpar farðanum að endast allan daginn. Og svo gefur hann húðinni algjört vítamín BÚST!

vörurnar

Við vonum svo sannarlega að þið hafið verið ánægð með boxið 🙂 næsta box kemur út í byrjun desember – svo fylgist vel með.

Ef þið viljið læra meira um vörurnar þá mælum við með að lesa eftirfarandi blogg 🙂

Vitamin Glow Primerinn frá Smashbox – og eplið

Vitamin Glow farðagrunnurinn frá Smashbox var í BÚST! Beautyboxinu okkar því hann er einfaldlega frábær [...]

Lífrænar, dásamlegar og umhverfisvænar vörur frá Mádara

Ef það var eitthvað í BÚST! Beautyboxinu sem allir geta notað þessa dagana þá var [...]

Kraftaverkaseiðið Advanced Night Repair í endurbættri útgáfu

Já við höfum oft spjallað um Advanced Night Repair áður, en það var einmitt í [...]

Hvítari tennur með Mr. Blanc

Mr. Blanc tannkremið kom örugglega mörgum á óvart í BÚST! Beautyboxinu okkar enda var vörumerkið [...]

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *