Húð sem vantar raka

Í þessu bloggi ætlum að grafa aðeins dýpra ofan í húðtegundirnar sem að við töldum upp í færslunni „Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvernig húðtegund ég er með?“  Fyrsta húðtegundin sem við ætlum að taka fyrir er húð sem vantar raka.

Mikilvægt er að taka fram að húð sem vantar raka getur tilheyrt öllum húðtegundum og verið því feit, þurr og/eða viðkvæm. Það er einnig algengt fyrir konur sem eru að ganga í gegn um tíðarhvörf að húðin breytist mikið á skömmum tíma.

Einkenni húðar sem vantar raka eru:

  • Getur verið frekar líflaus og flöt í útliti.
  • Fínar línur sem að virðast koma og fara.
  • Húðin er bleikari og virðist vera fyllri og heilbrigðari beint eftir sturtu, en áður en þú þurrkar hana.
  • Er betri í röku andrúmslofti og sérstaklega góð í gufu.
  • Húðin á það til að vera grá í köldu og þurru veðri sem að er mjög algengt hér á Íslandi.
  • Flagnar stundum þegar að farði er settur á, sérstaklega í kring um augu og nef.
  • Þurrar varir.

Margir telja að húð sem vantar raka, vera það sama og þurra húð. En ótrúlegt en satt þá eru þetta í raun og veru 2 ólíkir hlutir. En hver er þá munurinn? Jú þurri húð vantar olíu, en húð sem vantar raka, vantar vatn! Vatn og olía eru afar ólíkir hlutir og þar af leiðandi þurfum við að nota ólíkar leiðir til þess að tækla þessar húðtegundir. Önnur leið til þess að útskýra þennan mun er að segja að þurr húð orsakast af genunum þínum eða t.d. hormóna ójafnvægi, en húð sem vantar raka orsakast út af utanaðkomandi aðstæðum, svo sem veðri, óheilbrigðum lífstíl, vitlausum snyrtivörum og slæmum matar og drykkjarvenjum. En húð sem vantar raka getur einnig tilheyrt öðrum hópum og t.d. er hægt að vera með þurra húð, viðkvæma húð og jafnvel feita húð en henni vantar einnig raka.

Húð sem að vantar raka eða „dehydraded skin“ er heldur betur ruglandi fyrir okkur hér á Íslandi þar sem að enska orðið moisturizer er þýtt yfir í rakakrem, en ekki öll rakakrem innihalda innihaldsefni sem að viðhalda rakanum í húðinni. Þar af leiðandi er mjög eðlilegt að að finnast þetta ruglandi og mikilvægt fyrir okkur að kunna á innihaldsefnin til þess að geta fundið vörur sem að henta okkur vel.

Sumar húðtegundir viðhalda raka betur en aðrar, en ótrúlegt en satt þá eru ekki til nægilega góðar rannsóknir sem að sanna það að mikil vatnsdrykkja skili sér út í húðina. Flestir eru þó sammála því að húðin líti betur út þegar að mikið vatn er drukkið og því mælum við að sjálfsögðu með því að drekka ávalt mikið vatn á hverjum degi og breyta óheilbrigðum lífstíl til hins betra. Aftur á móti getum við varla öll flutt frá Íslandi til þess að forðast kalt veðurfar og því mælum við með þvi að leita helst eftir 2 innihaldsefnum í húðvörum; Glycerine og Hyaluronic Acid en bæði innihaldsefnin binda raka í húðinni. Glycerine og Hylorunic Acid eru vinsæl innihaldsefni í rakakremum, serumum og möskum. Ef að húðinni ykkar vantar mikinn raka þá mælum við með því að velja vörur sem að telja upp annaðhvort Glycerine eða Hyalorunic Acid í fyrstu 3 innihaldsefnunum en innihaldsefnum í snyrtivörum er raðað eftir því hversu mikið er af efnunum er í vörunum. Einnig skal hafa í huga að forðast vörur sem að innihalda mikið alkahól (top 5 innihaldsefni), og mikilvægt er að nota andlitshreinsi sem er mildur og þurrkar ekki húðina.

Hér eru nokkrar vörur hjá okkur sem að innihalda Glycerine og Hyaluronic Acid og henta því vel fyrir húð sem vantar raka, en annars er líka hægt að leita eftir húðtegund eða áherslu í valmyndinni.

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *