Vinsælustu vörur Beautybox.is árið 2020.

Árið 2020 var undarlegt en við erum afar þakklát fyrir það hversu marga nýja frábæra viðskiptavini við höfum eignast á árinu. Árið 2020 var árið þar sem margir lærðu að versla á netinu og njóta þess að skoða og fræðast um snyrtivörur á netinu.

En við höfum tekið saman vinsælustu vörurnar okkar árið 2020 og eitt er víst að Sensai förðunarvörurnar komu sáu og sigruðu og viðskiptavinirnir okkar elska líka græjur og vörur sem virka.

1 Sensai Bronzing Gel

Sensai – Bronzing Gel

5.900 kr.

Bronzing Gel hefur verið endurbætt. Nýja Formúlan er mýkri, gefur meiri raka og ljósasti liturinn inniheldur minna af gullkornum/ljóma.

Vinsælasta vara SENSAI. Létt litað gel sem gefur raka og ljóma.

50ml

Vörunúmer: 10254 Flokkar: , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Í fyrsta sæti er Bronzing Gelið frá Sensai en það er engin vara sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana.

Bronzing Gelið er hægt að nota á svo marga vegu. Eitt og sér, undir farða, yfir farða, blandað út í rakakrem eða sem bronzer.

Gelið er notað af konum og körlum á öllum aldri og algjör nauðsynjavara hjá svo mörgum.

Við mælum með að kíkja á bloggið okkar BRONZING GELIÐ NOTAÐ Á 4 VEGU. til þess að sjá hversu frábær vara Bronzing gelið er.

2 Sensai Lash Volumiser

Sensai – Lash Volumiser 38C

4.990 kr.

Mest seldi maskari SENSAI.

Einstakur bursti sem þykkir augnhárin þannig að þau virðast meiri án þess að klessast. Liturinn á maskaranum er svartur og gerir augun einstaklega falleg.

Vörunúmer: SEN 29418 Flokkar: , , , Merkimiðar: , ,
Frekari upplýsingar

Í öðru sæti var Sensai Lash volumizing maskarinn en hann er okkar allra mest seldi maskari enda engin furða. Hann helst  á allan daginn án þess að hreyfast en fer af auðveldlega með heitu vatni. Hann helst á í veðri og vindum en fer svo auðveldlega af í sturtunni. Hann gefur augnhárunum svo ótrúlega mikið umfang og greiðir vel úr þeim.

3 Beautyboxin okkar

Leyniperlu Beautyboxið

5.990 kr.

Við kynnum með stolti vörurnar í Leyniperlu Beautyboxinu. Vörurnar í Leyniperlu Beautyboxinu eiga það sameiginlegt að vera dásamlegar gersemar sem okkur finnst allt of fáir vera að tala um.

Vörunúmer: BOX 122 Flokkar: ,
Frekari upplýsingar

Í þriðja sæti eru Beautyboxin okkar en á árinu komu út 3 Beautybox sem öll seldust upp á methraða. Við hefðum vilja gefa út 4 box eins og vanalega en því miður þá setti veiran strik í reikninginn.

Next Level Beautyboxið innihélt 7 vörur sem tóku húð, hár og naglaumhirðuna á hærra stig. Boost Beautyobxið innihélt 5 vörur sem vernda okkur, byggja okkur upp og gefa okkur extra BÚST. Og Beautyboxið! innihélt 5 vörur sem eru klassískar, fallegar og algjör bjúti.

Við erum strax byrjuð að vinna í Beautyboxnunum sem koma út árið 2021 og við getum ekki beðið eftir því að næsta box komi út en það fer í sölu í byrjun mars. Við mælum með því að vera á póstlistanum okkar til þess að fá tilkynningu þegar það kemur. Hægt er að skrá sig neðst á síðunni til hægri.

4 Face Halo

Face Halo Original – Pack of 3

3.990 kr.

Face Halo er byltingarkenndur farðahreinsir sem notar örtrefjar til að hreinsa farða af aðeins með vatni. Face Halo er eiturefnalaus og margnota og kemur í stað 500 einnota farða/blautklúta.

Frekari upplýsingar

Face Halo Pro – Pack of 3

3.990 kr.

Face Halo er byltingarkenndur farðahreinsir sem notar örtrefjar til að hreinsa farða af aðeins með vatni. Face Halo er eiturefnalaus og margnota og kemur í stað 500 einnota farða/blautklúta.

Svartur – 3 saman í pakka.

Frekari upplýsingar

Í fjórða sæti var Face Halo farðahreinsiklúturinn frábæri sem við erum svo glöð að fleiri konur og karlar séu að taka eftir. Face Halo er einfaldlega magnaður en hann tekur af allan farða, meira að segja maskara aðeins með vatni. En Face Halo má einnig nota með hreinsivörum og er mýkri og betri á húðina en hinn hefðbundni þvottapoki og umhverfisvænni en einnota bómullarpúðar.

Við heyrum svo ótrúlega oft í viðskiptavinum sem eru einfaldlega í sjokki yfir því hversu vel Face Halo virkar og hversu vænn hann er á húðina. Við mælum svo sannarlega með því að prófa.

5 Sensai Total Finish Púðrið

Í fimmta sæti er Total Finish púðrið frá Sensai eða photoshop púðrið eins og það er kallað. En púðrið hefur algjörlega slegið í gegn á árinu og höfum við aðstoðar óteljandi konur að velja sinn rétta lit í gegnum netið og í versluninni okkar. Silkipúðrið veitir raka, sest ekki í línur og veitir náttúrulega silkihulu.

Silkipúðrið má nota eitt og sér sem farða, bæði sem léttan eða til að fá meiri þekju. Einnig má nota sem púður yfir annan farða.

Silkipúðrið inniheldur púðuragnir sem hafa verið húðaðar með amínósýrum sem gerir það að verkum að púðuragnirnar verða kremaðar og halda jafnframt frá svita svo húðin verður einstaklega náttúruleg.

6 Sensai Total Lip Gloss

Sensai – Total Lip Gloss

6.200 kr.

Næringarríkt og uppbyggjandi gloss.

Vörunúmer: SEN 34366 Flokkar: , , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Í sjötta sæti er Total Lip Glossinn frá Sensai er okkar allra vinsælasti gloss.

Formúlan er byggð á TOTAL LIP TREATMENT- kreminu þar sem þræðir úr Koishimaru-silki, ásamt völdum efnum úr náttúrunni, gegna lykilhlutverki við rakagjöf og fegrandi áhrif á húð varanna þannig að fínar línur víkja fyrir vel rakamettaðri og silkimjúkri áferð.

Þunnfljótandi glossið gefur vörunum sléttara yfirborð um leið og þær fá hraustlegri lit og heillandi glans.

Algjör nauðsynjavara í hvert veski.

7 Sensai Highlighting Concealer

Sensai – Highlighting Concealer

5.800 kr.

Þegar vanda þarf sérstaklega valið eins og vörur sem þú notar í kringum augun þá er þessi einn sá allra besti.

4 ml

Vörunúmer: 10260 Flokkar: , , Merkimiðar: , ,
Frekari upplýsingar

Í sjöunda sæti situr Hyljarinn frá Sensai en þegar vanda þarf sérstaklega valið eins og vörur sem þú notar í kringum augun þá er þessi einn sá allra besti.

Silki baugafelari, sem afmáir blámann kringum augun, mýkir línur og gefur raka og ljóma. Hyljarann má þó líka nota á allt andlitið til þess að fela misfellur og birta það upp. Þó svo hann komi aðeins í 4 litum þá henta þeir langflestum því þeir blandast svo ótrúlega fallega saman við mismunandi litartóna.

8 Sensai Flawless Satin

Í áttunda sæti er Flawless Satin farðinn frá Sensai. Farðinn veitir lýtalaust og náttúrulegt útlit. Hann er léttur en þó þekjandi og stendur með þér út daginn. Farðinn fær okkar topp einkunn í ástandinu sem nú gengur yfir, en hann endist alveg einstaklega vel undir grímunum, en við vitum fátt meira pirrandi en þegar farðinn nuddast af yfir daginn.

Farðinn sveipar húðinni fínlegri rakahulu sem varðveitir rakastig húðarinnar og þekur húðina vel með silkikenndri og lýtalausri áferð.

9 StylPro burstahreinsigræjan

StylPro Original

6.200 kr.

Hreinsar og þurrkar förðunarbursta á nokkrum sekúndum.

Vörunúmer: STY BC01 Flokkar: , , , , , Merkimiðar: , ,
Frekari upplýsingar

Hreinlæti var öllum mikilvægt á árinu og voru burstaþrifin engin undantekning. Fleiri virðast átta sig á því að hreinir burstar eru mikilvægir til þess að ná fallegri lokaútkomu og til þess að vernda húðina okkar. Við berum ekki á okkur andlitskrem með óhreinum höndunum og að sama skapi ættum við ekki að nota óhreinan bursta til þess að farða á okkur andlitið.

StylPro burstahreinsirinn auðveldar þetta verk þar sem hann hreinsar og þurrkar burstana á nokkrum sekúndum svo hægt er að nota þá strax eftir á í stað þess að bíða í rúman sólarhring eftir að þeir þorni.

10 Sensai glowing base

Sensai – Glowing Base

6.900 kr.

Grunnur undir farða með perlukenndum lit, leiðréttir húðlit og veitir hraustlegan ljóma og raka.

30 ml

Vörunúmer: SEN 22869 Flokkar: , , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Í 10 sæti er Sensai Glowing Base farðagrunnurinn. Við fögnum því að fleiri konur sjá kosti þess að nota farðagrunn til þess að gera ásýnd farðans fallegri og hjálpa förðuninni að endast betur út daginn.

Glowing Base er grunnur undir farða með perlukenndum lit. Hann leiðréttir húðlit og veitir hraustlegan ljóma og rakan og heldur farðanum náttúrulega þéttum allan daginn. Glowing Base kemur í veg fyrir að farðinn setist í línur og svitaholur. Hægt er að nota farðagrunninn einan og sér eða undir farða eða púður.

í 11-30 sæti

Í 11-30. sæti sátu eftirfarandi vörur í þessari röð:

4.520 kr.7.530 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
4.800 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
10.820 kr.10.850 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
5.200 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
5.200 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Vinsælustu vörur síðustu ára

Top 10 listinn 2018

Nú í byrjun nýs árs þótti okkur tilvalið að fara yfir vinsælustu vörurnar 2018. Listinn [...]

10 mest seldu vörurnar árið 2019

Jæja það er kominn tími til að taka saman árið 😊 og ætlum við að [...]

2 Comments

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *