StylPro – hreinir og ÞURRIR förðunarburstar á 30 sek?!

Við höfum áður skrifað blogg um það hversu mikilvægt það er að þrífa förðunarburstana okkar en þetta er málefni sem að við höfum sérstakan áhuga á. Förðunarburstar eru gróðrarstía fyrir bakteríur, og þá sérstaklega þeir sem við notum í blautar vörur svosem farða.

Við fáum ótal spurningar um húðumhirðu, en hver er tilgangurinn í að þvo andlitið kvölds og morgna og nota svo óhreina bursta til þess að smyrja á okkur farða með tilheyrandi bakteríum. Við myndum aldrei bera á okkur neitt með höndunum, nema vitandi það að þær væru hreinar.

Hér eru nokkrir hlutir, sem fæstir pæla í, sem að geta gerst ef þú þrífur ekki burstana þína reglulega:

 • Þú getur stíflað húðina þína, fengið bólur, fílapensla og ójafna áferð.
 • Þú getur fengið sýkingu! Ef að vondar bakteríur setjast í burstana þína sem þú nuddar nálægt slímhúðinni þá gætir þú nælt þér í augnsýkingu, sveppi, vírusa, streptókokka og eða aðrar sýkingar.
 • Förðunin þín lítur verr út þar sem að burstarnir ná ekki að sinna sínu hlutverki og eru þaktir gömlum farða og litum sem þú ætlaðir kannski ekki að nota.
 • Óhreinir burstar ýta undir hrukkumyndun þar sem að sindurefnin geta valdið sundrun í kollageni og teygjanleika húðarinnar.

Hversu oft á að þvo förðunarbursta?

 

Það fer eftir notkun og hvernig þú geymir burstana þína. Ef þú notar þá daglega er alls ekki vitlaust að þrífa þá minnst einu sinni í viku, þá sérstaklega bursta sem þú notar í farða og blotna í notkun þar sem að bakteríur þrífast betur í röku umhverfi. Burstar sem þú notar í augnförðun er best að þvo 1-2x í mánuði eftir því hversu oft þú málar þig um augun. Ef þú geymir burstana þína í snyrtitöskunni þinni, en ekki í sér tösku eða glasi á borðinu þá er einnig sniðugt að þrífa þá oftar en ella, þar sem þeir komast í snertingu við fleiri hluti.  En ef þú ert förðunarfræðingur – þá ættir þú að sjálfsögðu þrífa burstana þína eftir hvern einasta kúnna.

En þrátt fyrir að vita allt þetta hér að ofan þá nennum við fæst að þrífa burstana okkar vikulega – því það er einfaldlega svo tímafrekt! Maður húkir inn á baði í allt of langan tíma, subbar allt út og þarf svo að bíða í minnst sólarhring eftir að nota burstana aftur meðan þeir þorna út um allt baðherbergi.. Kannist þið ekki við þetta?

En ekki lengur, því við ætlum að kynna ykkur fyrir StylPro

 

StylePro er byltingarkennt tæki búið til að vinningshafa The Apprentice í Bretlandi Tom Pellereau. Tækið notar snúningstækni sem hreinsar og þurrkar burstana á nokkrum sekúndum. Burstana er hægt að nota strax eftir á.

Sjáið myndbandið hér á eftir:

En það sem að gerir StylPro  líka enn betra er hreinsivökvinn sem að okkar mati sá besti sem við höfum prófað. Vökvinn er vegan, laus við alkahól, paraben og suplhat en hann inniheldur aðeins Isododecane (sem er oft notað í maskara t.d. og er alveg öruggt), vínberjakjarn, hveitkím og argan olíu. Hann er einstakur að því leiti að hann djúphreinsar og þrífur í burt þrjóskar förðunarvörur svosem vatnshelda farða og varalit.  Ásamt því að hann nærir burstana í leiðinni. Það þarf ekki mikið af vökvanum og alls ekki blanda honum saman við vatn. Við blöndum ekki rauðvíninu okkar saman í vatn 😉

StylPro Expert tækið er svo sérstaklega gert fyrir fagfólk og þá sem eiga marga bursta. StylPro Expert hefur 2 hraðastyllingar ásamt því að hafa 2 universal sílikonfestingar og festingu sem tekur allt að 8 litla bursta í einu.

Til þess að sjá enn betur hvernig er hægt að nota StylPro með bestu m árangri þá mælum við með því að kíkja í Highlight hjá okkur á Facebook frá opnunarpartýinu okkar sem að var fyrr í dag https://www.instagram.com/stories/beautybox.is/

Nokkrar algengar spurningar:

Eyðileggur það ekki burstana mína að snúa þeim svona?

Nei, þvert á móti hafa rannsóknir sýnt fram á það að þetta sé betra fyrir burstana heldur en að nudda og skrúbba þá. Tækið var í þróun lengi, og hefur verið bætt frá því það kom út fyrst. Það eina sem þarf að hafa í huga er að ef þú ert að nota bursta sem eru ekki úr gervihárum þá er mælt með því að þurrka þá bara í 3 sekúndur. Einnig mælum við svo mikið með því að nota StylPro vökvann því þá þarftu einungis að snúa burstanum í um 20 sek, aðrar hreinsivörur gætu þurft fleiri snúninga.

Hvað þarf mikinn StylPro hreinsivökva?

Það þarf aðeins botnfylli af hreinsivökvanum frá StylPro um 10ml. Og alls ekki blanda honum við neitt. Hann virkar best einn.

Hvað get ég þrifið marga bursta í 10ml vökva?

Að okkar mati fer algjörlega eftir því hversu óhreinir burstarnir eru, hversu stórir þeir eru og hvort þeir séu með blautri vöru eða bara púður. Sem dæmi:

 • Hægt er að þrífa allt að 10 augnförðunar bursta í 10ml vökva, jafnvel fleiri.
 • Hægt er að þrífa um 5 stóra púðurbursta í 10ml vökva.
 • Hægt er að þrífa 3-4 blauta bursta (farða og hyljara) í 10ml vökva.
 • Um leið og þú byrjar og prufar þig áfram, þá finnurðu strax þegar þú þarft að skipta um vökva.

Get ég notað aðrar hreinsivörur með StylPro?

Já þú getur það, en StylPro hreinsivökvinn er það langbesta sem við höfum prufað – þú munt fljótt komast að því 😊.

Endilega fylgist svo með okkur á næstu dögum því að hún Ingunn Sig okkar ætlar að kenna ykkur betur á StylPro bæði original og expert

3 thoughts on “StylPro – hreinir og ÞURRIR förðunarburstar á 30 sek?!

 1. Jóhanna says:

  Er hægt að nota þetta fyrir alla busta eða bara frá ykkur, var að spá í hvernig bustinn er festur á það sem snýr honum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *