Vörulýsin
Hverjum hentar varan?
Hentar fyrir allar húðgerðir.
Hvað er þetta?
Þetta olíulausa gelkrem/rakakrem er ný útfærsla á frísklegri vöru sem er í miklu uppáhaldi hjá viðskiptavinum okkar. Blandan inniheldur sérstakt lífgerjað aloe vera og hýalúrónsýru og smýgur djúpt inn í yfirborð húðarinnar – þannig að þú færð raka sem smýgur inn í 10 lög* og endist í 100 klukkustundir, jafnvel eftir að þú hefur þvegið andlitið.
Þetta er það sem varan gerir:
Létt olíulaus blanda sem gefur raka og smýgur inn í húðina í yfir 10 lögum * Gefur samstundis 174% aukningu á raka** og heldur húðinni rakri í 100 klukkustundir. Þetta háþróaða rakakrem með Auto-Replenishing Technology hjálpar húðinni að búa til sitt eigið vatnsból, þannig að húðin endurnýjar jafnt og þétt rakaforðann og bindur rakann, svo hún verður dásamlega fyllt og ljómar af hreysti.
Eftir notkun í 1 skipti
Magnar rakastigið um +174%.**
Gefur raka í 100 klukkustundir.
Gerir húðina að sléttum striga fyrir farðann.
Sama létta, ávanabindandi, olíulausa gelkremáferðin.
Eftir notkun í 1 viku
99% kvenna upplifðu djúpa rakagjöf fyrir húðina.***
95% kvennanna sögðu að húðin virtist fylltari.***
91% kvenna sögðu að húð þeirra virtist ljómandi.***
98% kvenna sögðu að húðin virtist stinnari.***
95% kvenna sögðu að húðin virtist hraustari. ***
* Í yfirborði húðarinnar, við prófun á tilraunastofu (in vitro) eftir 30 mínútur.
**Klínísk prófun á hjá 19 konum.
***Neytendapróf hjá 110 konum.
Umbúðirnar okkar: Nú í sjálfbærari umbúðum. 30 ml, 50 ml og 75 ml er pakkað í endurvinnanlegar glerkrukkur. 15 ml krukkan er úr minnst 40% endurunnu efni.
• Hvað er PCR? PCR stendur fyrir „Post-Consumer Recycled“. PCR-plast er endurunnið plast. Með því að nota PCR getum við dregið úr myndun nýs plastúrgangs.
• Hvernig á að endurvinna umbúðirnar: Glerkrukkurnar má endurvinna. Fjarlægðu lokið, skolaðu síðan ílátið og settu það í endurvinnslutunnu.
HUGMYNDAFRÆÐI CLINIQUE UM HREINAR VÖRUR
Einfalt. Öruggt. Árangursríkt.
Hannað til að skila alltaf frábærum árangri, án þess að erta.
Fyrir allar húðtýpur
Olíulaust
Notkunarleiðbeiningar
Hentar öllum húðtýpum. Má nota hvenær sem húðin þarf á auka raka að halda, bæði undir og yfir farða, eða sem fimm mínútna maska.
Sem rakakrem er best að setja kremið á hreina húð kvölds og morgna.