Vörulýsing
Dagleg UV vörn og húðuppbygging í öllum veðrum alla daga.
Vinnur gegn sólskaða og ytri mengunarvöldum við öll skilyrði.
Fyrirbyggir brúna húðbletti og ótímabæra húðöldrun.
Daily UV Face er til daglegra nota og inniheldur Hyaluronic acid, kollagen, silkextrakt ásamt C- og E-vítamíni sem byggja upp húðina. Dregur úr roða og húðertingu og fær húðin fallegan ljóma, mýkist og þéttist. Dagleg notkun á andlit, kringum augu, háls og bringu fyrirbyggir brúna húðbletti og ótímabæra húðöldrun af völdum sólarinnar. Daily UV Face er einnig vörn gegn ytri mengunarvöldum og ryksóttu veðurfari og bindur raka í húðinni
Heil húð án skaða verður fallega sólbrún og eins og allir húðsérfræðingar segja – það besta sem þú getur gert fyrir húðina þína er að nota sólarvörn daglega.
Daily UV FAce er ofnæmisprófað, hentar fyrir allar húðgerðir, excem, bólur og húð sem ertist af farða.
Evy Uv Face vann til verðlauna árið 2018 sem besta andlitsdagkrem með sólarvörn
Þáttakendur voru frá 600 snyrtivörumerkjum og sigraði EVY Tchnology í tveim flokkum, sem besta SPF andlitsvaran og besta SPF líkams varan. Að mati dómara er Daily UV Face fullkomin vörn undir farða, teppir ekki húðina og er því líka hentug fyrir exem og bóluhúð. Létt áferð og engin fita, frábært kringum augu, á varir og í hársvörð. Gott gegn þrota og sólarexemi, gefur eftirtektarverðan ljóma og mjúka rakafyllta húð.
Er með hæstu UV vörn yfir 90% gegn sólskaða og ótímabærri húðöldrun
Evy UV Face innihleldur sólvarnarstuðul SPF30 sem er 97% vörn gegn UVB og gegn UVA yfir 90% vörn sem er allt að þrefalt meiri vörn en venja er að sjá. Þar af leiðandi hefur varan 5 stjörnu UVA viðurkenningu en UVA geislar sem skaða og elda húðina mest. Umbúðirnar eru bakteríuheldar, súrefni kemst ekki að innihaldinu því helst innihaldið ferskt þar til það er búið. Engin ilmefni, nanóöreindir, paraben og engin hormónatruflandi efni. Þægilega stærð í veski, vasa og handfarangur. Fyrir jafnt konur sem karlmenn. Inniheldur 60 -90 skammta. 75ml
Notkunarleiðbeiningar
Sólarvörn er síðasta skrefið í húðumhirðunni, á eftir rakakremi og áður en að farði/farðagrunnur er borinn á.
Hristið fyrir notkun. Snúið flöskunni á hvolf svo að ekkert lauka gas komist framhjá. Sprautið í lófann. Froða á stærð við golfkúlu er nóg til að bera á andlit og háls. Nuddið froðunni á milli handanna og dreyfið yfir andlit og háls, varlega í kringum augun. Sólarvörnin þornar eftir 5-10 mínútur. Flaskan ætti að endast í 60 skpiti.
Meðmæli
Meðmæli Karólina Hreiðarsdóttir 47 ára:.
„Var i London í viku sem oft áður en í síðust ferð notaði ég EVY DAILY FACE, verð að segja að aldrei hefur húðin verið svona fín var eins og að ekkert utanaðkomandi næði að erta eða þurrka húðina. Sólbrann ekkert og húðin hafði ekki mettast af ryki og óhreinindum sem eru alltaf í loftinu í London. Húðn var aftur á móti jöfn og rakafyllt og með ljóma. Vara sem ég dýrka verður notuð á hverjum morgni undir allan farða“.
Meðmæli Kyle B. Clunies Ross 32 ára:
„Vá, gersamlega dýrka þessa vöru, er ekki lengur með þurrkabletti eða húðpirring Þarf ekkert annað en Daily Face til að húðin sé þétt af raka, fín eftir raksturinn, engin roðaerting lengur, húðin er jöfn og heil. Hef notað líka í hársvörðinn flottur árangur.“