Gel andlitshreinsir sem leysir upp dauðar húðfrumur og tónar húðina með kröftum hýdroxýsýra sem veita djúpa hreinsun. Formúlan er laus við sápu og súlföt ásamt því að vera vegan. Hentar öllum húðgerðum sem vilja minnka ásýnd svitahola ásamt því að fjarlægja farða og óhreinindi.
Alpha Beta® Cleansing Gel byggir á Alpha Beta® tækni, þurrkar ekki húðina og fjarlægir allar leifar af óhreinindum, olíu og farða en einnig er óhætt að nota hann í kringum augun. Djúphreinsandi áhrifin framkalla ríkulega og mjúka froðu sem tryggir mýkt og jafnvægi húðarinnar. Alpha Beta®-sýrurnar lyfta dauðu húðfrumunum af yfirborðinu ásamt því að tóna og mýkja húðina. Víðibörkur, farnesól og barosma betullina-þykkni hjálpa við að fjarlægja óhreinindi, bakteríur og leysa upp stíflur í svitaholum á meðan snjósveppur hefur jafnandi áhrif á rakastig húðarinnar. Dr. Dennis Gross handvelur hvert innihaldsefni og sameinar það skilvirkum burðarefnum til að hámarka áhrif efnanna sem á eftir koma á húðina.
Helstu innihaldsefni:
- Alpha Beta®-sýrur leysa upp dauðar húðfrumur ásamt því að tóna og slétta húðina.
- Farnesól fyrirbyggir bólumyndun með því að hamla vöxt tiltekinna baktería á húðinni.
- Barosma betulina-þykkni er ríkt af flavóníðum og vinnur að minnkun og hreinsun svitahola með því að koma jafnvægi á framleiðslu húðfitu.
Í neytendarannsókn, eftir 1 dag:
- 100% voru því sammála að varan hefði hreinsað húðina vel.
- 98% voru því sammála að varan skildi húð þeirra ekki eftir olíukennda eða glansandi.
- 93% voru því sammála að húð þeirra virtist í jafnvægi.
Notkunarleiðbeiningar
Fyrir hámarksárangur skaltu nota andlitshreinsinn kvöld og morgna. Kallaðu fram freyðandi áhrif formúlunnar með blautum höndum og nuddaðu henni svo á blautt andlitið. Hreinsaðu af og þurrkaðu húðina. Fylgdu þessu eftir með Alpha Beta® Daily Peel að eigin vali.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.