
Sætar Sumarvörur
Sumarið er komið og þá eru margir sem breyta aðeins til í húð og förðunarrútínunni.
Hér höfum við tekið saman nokkrar sætar sumarvörur.
Lituð dagkrem, BB og CC krem með sólarvörn
Á sumrin vilja margir vera með léttari farða eða jafnvel lituð krem með sólarvörn. Við mælum alltaf með því að nota sér sólarvörn undir, einfaldlega vegna þess að fæstir setja nógu mikið af lituðu kremi til þess að ná að verja húðina nóg, en þó er betra að vera með smá vörn í farðanum ef þú setur ekki sólarvörnina undir. Hér á eftir eru lituð dagkrem, BB og CC krem með sólarvörn.
Kinnalitir og sólarpúður
Smá sólarpúður og kinnalitur getur gert svo mikið fyrir okkur. Hér eru nokkrir af okkar uppáhalds.
Ljómi
Það er alltaf gaman að ljóma á sumrin. Við getum kallað fram ljóma með ljómandi farðagrunn eða highlighter.
Glossar og varalitir
Fallegir glossar eru alltaf sætir og það er sérstaklega gaman að setja á sig fallegan varalit á sumrin.
Vatnsheldir maskarar
Vatnsheldir maskarar eru alltaf frábærir og geta nýst vel á sumrin.
Augnhár og augabrúnir
Maður er líka extra sætur í sundi ef augnhárin eru löng og lituð og augabrúnirnar eru snyrtilegar :).
Naglalökk
Sumarleg og sæt naglalökk.
Léttir og sumarlegir ilmir
Léttir og dásamlegir sumarilmir.
Fallegir fætur
Það er gaman að vera með fallegar fætur á sumrin. Vel snyrtir fætur og jafnvel smá instant sjálfbrúnka gefa manni sjálfstraustið til þess að bera leggina og vera í opnum skóm.
Létt rakakrem
Létt en rakamikil rakakrem fyrir þau sem vilja léttari krem yfir sumarið.
Sólarvarnir / Húðvarnir andlit
Það er alltaf mikilvægt að verja húðina, alla daga allan ársins hring 🙂
Hér á eftir eru sólarvarnir sem eru sérstaklega fyrir andlitið.
Við mælum með að kíkja á bloggið okkar til þess að sjá af hverju það er svo mikilvægt að nota sólarvörn: https://beautybox.is/thad-besta-sem-thu-getur-gert-til-thess-ad-sporna-vid-otimabaerri-oldrun-hudarinnar/
Sólarvarnir / Húðvarnir fyrir líkama
Sólarvarnir fyrir líkama, Evy sólarvarnirnar má líka nota á andlitið :).