Vörulýsing
Olíulaust rakakrem sem stíflar ekki svitaholur og má nota einnig sem serum.
Þrjár gerðir af C-vítamíni auk mjólkursýru auka upptöku og virkni formúlunnar til að bæta ásýnd ótímabærra öldrunarmerkja, gera húðina bjartari og rakameiri.
Andoxunarefnið níasínamíð og skvalín styrkja og koma jafnvægi á rakalag húðarinnar svo hún verður sýnilega þéttari og ljómameiri.
Lykilefni:
3 gerðir af C-vítamíni:
3-O-Etýl askorbínsýra
Áhrifaríkasta stöðuga form C-vítamíns en það viðheldur súrum eiginleikum sínum til að ganga djúpt inn í húðina.
Það vinnur bæði á vatns- og fitulögum húðfrumunnar til að lágmarka og koma í veg fyrir litamisfellur, fínar línur og hrukkur.
Tetrahexýldesýl
Stöðugt og olíuleysanlegt form af C-vítamíni sem kemst í gegnum lípíðlög húðarinnar, hlutleysir sindurefni og hjálpar til við að fyrirbyggja litamisfellur.
Askorbínsýra
Ávaxtasýra fengin úr ávöxtum og grænmeti en askorbínsýra er hreinasta formið af C-vítamíni.
Þetta öfluga andoxunarefni verndar og gerir við húðfrumur auk þess að örva kollagenframleiðslu sem leiðir af sér þéttari húð.
C-vítamín hlutleysir einnig sindurefni og getur lagfært skemmdir sem þau kunna að valda.
Mjólkursýra
AHA-sýra sem eykur upptöku húðarinnar á húðvörunni og virkni hennar, örvar endurnýjun húðfrumna, eykur rakastig og hjálpar við að gera við og vernda yfirborð húðarinnar með því að óvirkja sindurefni.
Hófnafli:
Lækningajurt sem mikið er notuð í hefðbundnum asískum lækningum sem og í ayurvedískum lækningum sem meðferð við húðsjúkdómum og til að græða sár. Þessi planta býr yfir andoxunarvirkni og hjálpar til við að verja rakalag húðarinnar.
Virkni klínískt sönnuð til að:
Sjáanlega bæta ásýnd og tilfinningu húðarinnar eftir 1 viku.
Sjáanlega bæta ásýnd fínna lína, húðtóns og áferðar eftir 1 viku.
Í ánægjukönnun:
92% þátttakenda sáu húðina heilbrigðari ásýndar eftir 1 viku.
92% þátttakenda sáu húðina bjartari ásýndar eftir 2 vikur.
89% þátttakenda sáu húðina sléttari og í betra jafnvægi eftir 2 vikur.
Notkunarleiðbeiningar:
Til notkunar kvölds og morgna. Nuddaðu 2 pumpum á hreina og þurra húðina.
Fyrir hámarksárangur skaltu bera kremið á eftir Dr. Dennis Gross Skincare®-ávaxtasýru og serumi.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.