Vörulýsing
Black Rose Skin Infusion Cream er hin fullkomna daglega húðvara til að gera húðina þrýstnari á ný og auka ljóma hennar. Andlitskremið er byggt á 3 grundvallaratriðum Black Rose-línunnar fyrir sífellt meiri virkni og ánægju: einstök skynfæraupplifun, fínlegur og ávanabindandi ilmur, samstundis og langvarandi yngjandi virkni.
1. Það endurheimtir stinnleika með blöðruberjum sem veita virkni á yfirborði húðarinnar og leðurhúð* en að auki inniheldur formúlan padína-þara sem styrkir rakalag húðarinnar fyrir þrýstnari húð.
2. Það stuðlar að auknum ljóma í húðinni en svarta rósin sléttir samstundis áferð húðarinnar til að bæta endurkast ljóss. Havaírós styður við þessa aðgerð til að stuðla að ljómandi yfirbragði. Fjallarós, sem býr yfir öflugum andoxunarefnum, vinnur gegn líflausri ásýnd. Ásetning þess andlitskrems er einstök upplifun fyrir skynfærin þar sem silkikennd áferðin umbreytist í ördropa af vatni og smýgur inn í hjarta húðarinnar.
Húðin verður rakafyllt á ný og endurnærð. Samsetningin af olíukenndum kjarna úr svartri rós, maírósavatni auk shea- og kamelínuolíu skilur húðina eftir mjúka, veitir samstundis aukinn ferskleika og langvarandi þægindi. Hinn auðkennandi ilmur Black Rose-húðlínunnar byggir á ilmkjarnaolíum úr rós, magnólíu og blágresi en þær vekja upp skynfærin og veita vellíðan.
Þolprófað undir eftirliti húðlækna. Hentar öllum húðgerðum, einnig viðkvæmum. Stíflar ekki húðina. *Prófað á rannsóknarstofu.
Ávinningur innihaldsefna
Olíukjarni úr svartri rós: nærir og mýkir.
Vatnslausn úr svartri rós: sléttir yfirborð húðarinnar.
Fjallarós: vinnur gegn líflausri ásýnd (vinnur gegn karbónýleringu og lípíðperoxun).
Maírósavatn: mýkir og frískar.
Blöðruber: tvöföld stinnandi virkni á yfirborðshúð og leðurhúð.
Padína-þari: stuðlar að nýmyndun glýkósamínóglýkana, veitir raka og fyllingu.
Havaírós: tónar húðina og leysir upp dauðar húðfrumur gætilega.
E-vítamín: vinnur gegn sindurefnum.
Lífsykrulausn: skapar rakagefandi filmu á yfirborði húðarinnar.
Glýserín af plöntuuppruna: veitir raka og mýkir.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu á andlit og háls, kvölds og morgna.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.