Vörulýsing
Létt rakagel sem hentar öllum. Ofurskammtur af hyaluronic sýru sem veitir mikinn raka. Olíulaus formúla sem er afar létt og fer hratt og vel inn í húðina.
Húðin fær samstundis mikinn raka, frísklegt og heilbrigt yfirbragð og vellíðunar tilfinningu. Hentar líka vel á þurr svæði.
Um Mádara
Vörurnar frá Madara hafa Ecocert lífræna vottun, og eru ekki prófaðar á dýrum.
Notkunarleiðbeiningar
Berið á hreina húð, andlit og háls, kvölds og morgna. Má nota sem rakakrem en ef húðin er þurr er gott að bæta þessu inn sem auka skrefi og fylgja eftir með rakakremi. Gelið er einnig tilvalið til að nota á dekurkvöldum og nudda yfir með andlitsrúllum eða Gua Sha steinum. Einnig tilvalið að setja örlítið út í farða fyrir léttari áferð og meiri raka.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.