Vörulýsing
Phyto-Rouge Shine er ný kynslóð varalitar sem bætir varirnar. Formúlan veitir hina fullkomnu samsetningu af gljáa gloss, þægindi varasalva og bráðnandi litaáhrifum varalitar.
Þökk sé „Hydrobooster Complex“, sem samanstendur af örkúlum af hýalúrónsýru og konjac-fjölsykru, þá verða varirnar samstundis þrýstnari og sléttari. Með endurtekinni notkun þá verða varirnar nærðari, mýkri og verndaðar fyrir utanaðkomandi áreiti.
Ríkulega, bráðnandi og ávanabindandi áferðin veitir algjör þægindi og ofurglansandi áhrif. Þessi gegnsæja formúla klæðir varirnar með miklum glans og náttúrulegum ljóma. Léttur liturinn verður ákafari með fleiri ásetningum svo hægt er að byggja upp þekju að vild.
Varaliturinn kemur í 12 ljómandi litum sem auðvelt er að bera, allt frá náttúrulegum litatónum yfir í djarfa berjaliti og kemur í tveimur áferðum: glansandi og ljómandi. Skartgripalíkar umbúðirnar eru skreyttar hvítum og gylltum sebraröndum eins og sést í Le Phyto Rouge-línunni.
DAMIAN GAROZZO mælir með: „Phyto-Rouge Shine er ein af uppáhaldsvörunum mínum sem faglegur förðunarfræðingur. Ekki nóg með að formúlan virkar sem fyllandi varasalvi, og mettar varirnar af raka, en einstök áferð hennar gerir mér kleift að sérsníða litinn. Frá þokkafullum náttúrulegum tónum yfir í bjarta bleika tóna, þá getur ljómandi litaúrvalið verið allt frá léttum lit yfir í ákafan lit.“ Damian Garozzo, förðunarfræðingur Sisley.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu varalitinn beint á varirnar eða með bursta. Þekjuna er hægt að byggja upp að vild: ein umferð veitir léttan lit og ljóma á meðan nokkrar umferðir af ásetningu veitir ákafan lit og glans.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.