Olíulaus rakagjafi sem viðheldur rakagjöf allan daginn með einstakri vatns- og gelkremkenndri áferð. Rakakremið er ilmefnalaust og ofnæmisprófað.
Hyaluronic Marine™ Oil-Free Moisture Cushion er sjávarþörunga-auðgað rakakrem blandað einstökum japönskum sjávarþörungum sem fengnir eru úr vötnum Okinawa. Gjarnan er talað um þá sem „sjávarber” eða „grænan kavíar” en þessir sjávarþörungar eru styrktir af nauðsynlegum amínósýrum og B-vítamínum til að auka teygjanleika og rakabirgðir húðarinnar. Þegar þú nuddar formúlunni inn í húðina muntu finna áferðina breytast yfir í ferskt vatnskennt gel.
Fáðu jafnan og léttan raka til að slétta fínar línur og upplifðu rakamikla heilbrigða ásýnd án þess að húðin virki olíukennd. Tilvalið fyrir allar húðgerðir.
Helstu innihaldsefni:
- Japanskir sjávarþörungar eru ríkir af amínósýrum og auka teygjanleika og rakabirgðir húðarinnar.
- Hýalúrónsýra er rakagefandi og heldur 1000x þyngd sinni af vatni. Veitir húðinni raka og gerir hana þrýstnari ásýndar.
- Aloe vera-þykkni hefur rakagefandi og róandi áhrif.
Í neytendarannsókn:
- 79% voru því sammála að húðin virkaði sléttari og mýkri viðkomu.
- 81% voru því sammála að húðin virkaði rakameiri og endurnærð.
- 96% voru því sammála að þetta rakakrem stíflaði ekki svitaholur þeirra.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu á hreina og þurra húðina. Fyrir notkun kvölds og morgna. Fyrir bestu útkomuna, berðu rakakremið yfir serum að eigin vali frá Dr. Dennis Gross Skincare™.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.