Vörulýsing
Á daginn notar húðin orku sína til að vernda sig. All Day All Year er hið fullkomna dagkrem sem styður húðina með því að virka sem alltumlykjandi varnarlag.
Dagkremið verndar húðina á sama tíma og það virkjar sjálfsvarnarvirkni húðarinnar svo hún verður unglegri ásýndar lengur. Þegar rannsóknarstofur Sisley hönnuðu All Day All Year þá skoðuðu þær innri þætti auk umhverfisþátta sem við verðum fyrir í gegnum lífið. Þessir þættir eru til dæmis sólargeislun, mengun og sígarettureykur. Þeir eru ábyrgir fyrir 80% af öldrun húðarinnar.
Hin flókna og virka formúla All Day All Year verndar húðina fyrir áhrifum sem valda ótímabærri öldrun og styrkir sjálfsvörn hennar þökk sé tveimur viðbótarvarnarlögum: eitt áþreifanlegt og hitt líffræðilegt. Áþreifanlega varnarlagið veitir alhliða vernd á yfirborði húðarinnar en það verndar gegn UVA og UVB geislum allan daginn* með hjúpuðum síum sem ganga ekki inn í húðina.**/*** Að auki verndar það gegn mengun og dregur úr getu þeirra til að komast inn í húðina.*** Í húðinni sjálfri er líffræðilegt varnarlagið örvað með því að styrkja það og virkja sjálfsvörn húðarinnar*, sem takmarkar skaðleg áhrif mengunar*** og útfjólublárra geisla. Þetta er alltumlykjandi varnarlag sem samstundis verndar húðina á yfirborði hennar, eykur seiglu hennar og örvar náttúrulegan styrk hennar.*
Ánægjuleg áferð kremsins lætur það bráðna inn í húðina, skilur eftir silkimjúka og gljálausa áferð og gerir það mögulegt að setja farða á húðina stuttu eftir ásetningu. Glerglasið er hannað til að vera endurvinnanlegt þar sem hægt er að fjarlægja pumpuna og glergerðin hentar endurvinnslutækni.
*In Vitro-próf.
**Meira en 99% af síunum eru eftir á yfirborði húðarinnar.
***Ex Vivo-próf. Áhrif og innihaldsefni. Fjölsykrur úr stokkrós koma í veg fyrir að mengunarefni bindist húðinni.
Ávinningur innihaldsefna
Myrta hlutleysir aðskotaefni.
Sesamfræ styrkja varnarlag húðarinnar.
Túnfífill kemur í veg fyrir skaðleg áhrif mengunarefna og útfjólublárra geisla.
Pagóðutré örvar andoxunarvörnina.
Silkivíðir hamlar tap á kollageni og elastíni og örvar kollagenmyndun.
Adenósín vinnur gegn hrukkur.
Glýserín af grænmetisuppruna veitir raka.
Shea-smjör nærir, sefar og enduruppbyggir.
Notkunarleiðbeiningar
Notaðu á morgnana. Notaðu vöruna sem varnarlag ofan á hefðbundnar húðvörur. Þökk sé áferðinni þá fær húðin nægjanlegan raka og næringu svo hægt er að nota vöruna eina og sér ef þú vilt. Allir aldurshópar geta notað vöruna til að varðveita fegurð húðarinnar. Notaðu All Day All Year á morgnana og Supremÿa At Night The Supreme Anti-Aging Skin Care á kvöldin fyrir aukna virkni gegn ótímabærum öldrunarmerkjum. Húðvörurnar tvær fylgja virknilotu húðarinnar: veita vernd á daginn og endurbyggja húðina á nóttunni.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.