Vörulýsing
Á daginn notar húðin alla sína orku til að vinna gegn og verjast utanaðkomandi áreiti og á nóttunni, þegar húðin er í skjóli fyrir streitu, þá eru náttúruleg viðgerðarferli hennar virkjuð. Næturtími er því ákjósanlegur tími fyrir endurnýjun húðarinnar til að berjast gegn sýnilegum öldrunarmerkjum. Skilningurinn á þessari húðfræði er upphafið að sérfræðiþekkingu Supremÿa-línunnar.
Supreme Anti-Aging Skin Care Lotion er undanfari Supremÿa At Night athafnarinnar til að undirbúa yfirborð húðarinnar og bæta móttækileika hennar fyrir þeim húðvörum sem á eftir koma.
Lykilskref til að vekja kraft næturinnar með þremur aðgerðum:
Veita ákafan raka. Blanda af rakagefandi innihaldsefnum undirbúa húðina fyrir húðrútínuna til að stuðja að hámarksupptöku síðari innihaldsefna. Húðin fær ákafa rakagjöf, verður mýkri og silkikenndari.
Örvar og tónar. Supreme Anti-Aging Skin Care Lotion eykur móttækileika húðarinnar fyrir ávinningi Supremÿa-húðvaranna. Húðin verður endurlífguð og tónuð.
Virkjar næturverkunina. Veitir húðinni lykilhráefni sem vinna gegn öldrunarmerkjum til að virkja næturverkun húðarinnar og koma þannig af stað endurnýjunarkrafti Supremÿa At Night. Andlitið verður sýnilega frísklegra og hvílt, húðin virðist endurnýjuð.
Framúrstefnuleg húðvara sem einnig virkar á skynfærin en einstök áferð formúlunnar skapar ferskleikatilfinningu og breytist í þægilega umvefjandi blæju þegar henni er nuddað inn í húðina. Fitulaus, silkikennd og mjúk áferð Supreme Anti-Aging Skin Care Lotion skilur eftir ómerkjanlega og flauelsmjúka áferð á yfirborði húðarinnar. Léttir einkennandi blómatónar Supremÿa At Night, krossfararós, magnólía og blágresi, bjóða upp á ilmandi vönd fyrir augnablik af algjörri vellíðan. Glerflaskan var hönnuð til að vera endurvinnanleg.
Notkunarleiðbeiningar
Á kvöldin skaltu bera 2 til 3 pumpur á hreina húð og háls með því að nota virkjunartækni þar til kremið hefur gengið að fullu inn í húðina. Síðan skaltu bera Supremÿa-húðvörurnar á þig.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.