Vörulýsing
Gentle Facial Buffing Cream dregur í sig húðfitu og óhreinindi á meðan það leysir upp og fjarlægir dauðar húðfrumur með fínlegum örögnum. Formúlan inniheldur kamillu, sem þekkt er fyrir sefandi og mýkjandi eiginleika sína og óhætt fyrir viðkvæma húð að nota þessa vöru. Þessi andlitsskrúbbur fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborðinu svo húðin verður móttækilegri fyrir þeim húðvörum sem á eftir koma. Húðin verður slípuð og mjúk og tilvalið að nota andlitsskrúbbinn til að undirbúa húðina fyrir andlitsmaska eða sjálfsbrúnku.
Ávinningur innihaldsefna
Þýsk kamilla mýkir og sefar. Kaólín dregur í sig húðfitu og óhreinindi. Öragnir slípa húðina mjúklega.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu Gentle Facial Buffing Cream á andlit og háls (forðastu augnsvæðið) einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Berðu þunnt lag á hreina og þurra húð. Leyfðu að þorna í 1 til 2 mínútur og nuddaðu svo varlega yfir húðina þar til allar öragnirnar hafa verið leystar upp. Skolaðu svo vandlega af húðinni með vatni og berðu viðeigandi andlitskrem fyrir þína húðgerð.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.