Vörulýsing
Þetta rakagefandi ferska gel vekur upp skynfærin og virkar sem önnur húð með tvöfaldri virkni sinni bæði til skemmri og lengri tíma. Samstundis hefur formúlan lyftandi og sléttandi áhrif á yfirborð húðarinnar: hafrafræ skapa samfellda, teygjanlega og sveigjanlega þrívíddarfilmu á yfirborði húðarinnar en þegar filman dregst inn á sléttir hún húðina og veitir þannig samstundis upplyftingartilfinningu. Á sama tíma sér blanda af krameríu og sítrónu til þess að tóna og slétta áferð húðarinnar. Djúp styrking á stinnandi eiginleikum húðarinnar: dag eftir dag þá virkar blanda af virkum plöntuefnum, tígrishnetu og baðmullarfræjum, til að styrkja húðbygginguna.*
Andlitið verður samstundis þéttara, útlínur þess lyftari og þreytumerki hverfa. Eftir 4 vikur er húðin tónaðri og stinnari við snertingu. *Virk innihaldsefni prófuð á rannsóknarstofu.
Notkunarleiðbeiningar
Má nota yfir daglega húðumhirðu en einnig sem grunn fyrir förðun til að hjálpa farðanum að endast lengur, til að fríska upp á förðunina yfir daginn eða til að nota á kvöldin fyrir betrumbætingu húðarinnar.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.