Vörulýsing
Stór hluti af öldrun húðarinnar er tengdur persónulegum lífsstíl. Dagleg streita, erfiðleikar lífsins og ýmiskonar ofgnótt kemur ójafnvægi á líffræðilegan lífsferil frumna. Þessi hegðunarvídd, þriðja vídd öldrunar, hefur jafnvel meiri áhrif á andlitið en erfða- og umhverfisþættir.
Sisleÿa L’Intégral Anti-Âge vinnur gegn sýnilegum einkennum sem tengjast þremur gerðum öldrunar til að veita sannarlega fullkomna lausn gegn ótímabærum öldrunarmerkjum.
Formúlan inniheldur örvandi og virk efni („phytostimuline“, kramería og maríustakkur) ásamt endurnýjandi og endurmótandi virkum efnum (úrsólsýra, vítmín, steinefni, snefilefni, amínósýrur, sojapeptíð, silkivíðir). Að auki inniheldur formúlan linderakjarna fyrir frumutakt*, persneska kasíu fyrir frumuorku* og ger- og sojapróteinblöndu fyrir langlífi frumunnar.*
Niðurstöðurnar eru stórkostlegar til að bæta ásýnd hrukkna, stinnleika, ljóma, þéttleika og raka til að varðveita fegurð húðarinnar. Sisleÿa L’Intégral Extra-Rich er auðgað ákaflega nærandi virkum innihaldsefnum og býr yfir kremkenndri áferð til að veita þurrum og mjög þurrum húðgerðum aukin þægindi.
*Innihaldsefni prófuð á rannsóknarstofu.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu Sisleÿa L’Intégral Anti-Âge Extra-Rich kvölds og morgna á andlit og háls.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.