Vörulýsing
Allur kraftur Supremÿa At Night fyrir augnsvæðið. Supreme Anti-Aging Eye Cream veitir fullkomna virkni til að takast á við margskonar sýnileg merki augnsvæðisins, fyrsta svæði andlitsins sem merkt er af tíma og einkennist af litlum endurnýjunarmöguleikum.
-Á morgnana er augnsvæðið ljómameira og þreytumerki varla sýnileg. Augun virðast opnari.
-Nótt eftir nótt virðist augnsvæðið endurlífgað og fær aukna lyftingu. Það endurheimtir ungleika.
Í hjarta þessarar formúlu er „Fundamental Regeneration Complex“ en um er að ræða einstaka samsetningu* öflugra lykilefna af náttúrulegum uppruna, sem virka á nákvæman hátt á 3 lykilstig næturlotu húðarinnar, þegar endurnýjunarkraftur hennar er sem mestur.
Supreme Eye Cream býður einnig upp á margþætta virkni gegn öldrunarmerkjum og hjálpar til við að bæta úr sérstökum vandamálum augnsvæðisins yfir nótt. Hrukkur og fínar línur verða minna sýnilegar auk þess sem dregið er úr ásýnd bauga og þrota. Sig minnkar, augnlok lyftast.
Fíngerð, létt og nútímaleg áferð augnkremsins bráðnar yfir augnsvæðið og skilur eftir tilfinningu frískleika og þæginda fyrir einstaka skynjunarupplifun.
Til að ná sem bestum árangri kemur þetta augnkrem með hinu einstaka Zamac-nuddtæki. Sérsniðin 4 skrefa nuddrútína endurlífgar, sléttir, lyftir og örvar augnsvæðið. Formúlan inniheldur ekki ilmkjarnaolíur og hentar viðkvæmum augum og þeim sem nota augnlinsur. Marghliða glerkrukkan hefur verið sérstaklega hönnuð til að hýsa áfyllingu.
Þolprófað undir eftirliti húð- og augnlækna.
Hentar öllum húðgerðum, viðkvæmum augun og þeim sem nota augnlinsur.
*Hjá Sisley.
Helstu innihaldsefni:
Fundamental Regeneration Complex: Öflug blanda virkra innihaldsefna gegn öldrunarmerkjum.
Gulvöndur: Dregur úr þrota og virkar á allar gerðir bauga.
Hafkyrja: Dregur úr baugum.
Koffín: Tónar og hjálpar til við að draga úr þrota.
Adenósín: Vinnur gegn hrukkum.
Hafrafræ: Veita þéttandi og sléttandi áhrif.
Sojatrefjar: Vinna gegn sigi og örva kollagenmyndun.
Shea-smjör: Nærir, sefar, gerir við, mýkir og verndar.
Plómukjarnaolía: Veitir húðinni þægindi og mýkt.
Glýserín af plöntuuppruna: Veitir raka.
Alfa-bisabólol af náttúrulegum uppruna: Sefar og mýkir.
Notkunarleiðbeiningar
Berið á augnsvæðið og efri augnlok að kvöldi, á eftir Supremÿa Skin Care Lotion og á undan Supremÿa Cream. Sameinuð notkun Supreme Anti-Aging Eye Cream og Zamac-nuddtækisins hámarkar árangur á augnsvæðinu á morgnana (vinnur á þrota og baugum, augun virðast opnari, augnsvæðið stinnara, hrukkur minna sýnilegar).
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.