Vörulýsing
Supremÿa Baume er einstök næturmeðferð gegn öldrunarmerkjum sem sérstaklega var þróuð til að mæta sérstökum þörfum þurra og og mjög þurra húðgerða þar sem umhverfisþættir spila hlutverk í þurrkuninni. Formúlan er einstaklega mýkjandi og býr yfir ríkulegri og þéttri kremáferð sem auðveld er í notkun.
Hjarta formúlunnar byggir á einkaleyfisvarinni* formúlu Sisley sem nefnist „Phyto-Complex LC12 (12-hour Longevity Complex)“ en þetta er öflug samsetning 4 virkra plöntuefna sem virka á nóttunni, sem er lykilatriði fyrir frumuendurnýjun, og veita húðinni sýnilega endurnýjun.
Supremÿa Baume inniheldur ákaflega nærandi blöndu sem endurnýjar (heslihnetuolía, kokum-smjör, makademíuolía). Einstök formúla sem vinnur djúpt í húðinni til að endurfylla lípíða svo húðin verður þægileg, nærð og endurlífguð. Kvöld eftir kvöld er húðin endurnýjuð og tilbúin til að takast á við nýjan dag. Stíflar ekki húðholur. *
Einkaleyfi í vinnslu.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu Supremÿa Baume á hreina og þurra húðina á kvöldin, andlit og háls. Nuddaðu kreminu inn varlega þar til það hefur gengið fullkomlega inn í húðina.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.