Vörulýsing
Húðvara og farði sem eitt. Phyto-Teint Perfection er háþekjandi og mattandi farði sem sækir kraft sinn í „Ideal Skin Complex“ til að bæta húðgæði með hverri ásetningu.
Með því að bera kennsl á ytri þætti sem hafa áhrif á húðgæði og óreglu þá tókst rannsóknarstofum Sisley að þróa framúrstefnulega formúlu sem skilar eftirtektarverðum niðurstöðum með því að sameina 3 nauðsynlegar aðgerðir fyrir allar húðgerðir:
– Veitir húðinni ákafan raka samstundis
– Mýkir áferð húðarinnar og lýsir upp yfirbragðið.
Þegar í stað verður áferð húðarinnar sléttari og fínlegri auk þess sem að hver ásetning gerir húðina þrýstnari ásýndar og misfellur minna sýnilegar. Phyto-Teint Perfection Foundation veitir náttúrulega ljómandi matta áferð. Farðinn er einstaklega langvarandi, færist ekki til og skapar lýtalausa húð samhliða daglöngum þægindum. Phyto-Teint Perfection býður upp á miðlungs til mikla þekju, sem hægt er að byggja upp, og dregur úr ásýnd misfellna og svitahola. Yfirbragð húðarinnar virðist betra og jafnara – í einu orði: fullkomið. Þessi farði er fáanlegur í fjölmörgum litatónum sem henta öllum húðlitum.
Phyto-Teint Perfection stíflar ekki svitaholur.
ÞRENNSKONAR HÚÐBÆTANDI VIRKNI.
RAKAGEFANDI: Gúrkuþykkni og „Glyco-Complex“ veita samstundis og langvarandi rakagjöf fyrir frísklegri ásýnd og þrýstnari húð. Þegar þú berð Phyto-Teint Perfection á húðina þína þá verður hún 32% rakameiri(1), eftir 1 mánuð af daglegri notkun, og ber húð verður 26% rakameiri(2) (prófað með tækjamælingum). SLÉTTIR: Grænlinsur hjálpa til við að smækka svitaholur fyrir sjáanlega jafnari húð. Þegar farðinn er borinn á yfir mánaðartíma þá verður húðin sléttari og betrumbætt hjá 88% kvenna(4).
EYKUR LJÓMA: Bókhveitiþykkni býr yfir andoxandi(5) og róandi eiginleikum á meðan ferskjublóm veita tónandi áhrif. Eftir 4 vikur af ásetningu Phyto-Teint Perfection daglega þá eykst ljómi húðarinnar fyrir 82% kvenna(4).
ÁVINNINGURINN AF PHYTO-TEINT PERFECTION.
HREINSANDI: Skógarlappa hjálpar til við að hreinsa húðina. 88% kvenna(3) sögðu misfellur sínar minna sjáanlegar eftir eins mánaðar notkun Phyto-Teint Perfection.
RÓAR: Bóndarós er rík af pólýfenólum og flavónóíðum og hefur því róandi eiginleika. Húðin fær sefun dag eftir dag fyrir 89% kvenna(3,4) þegar farðinn er borinn á daglega í einn mánuð.
(1) 30 mínútum eftir ásetningu, á tilteknu úrtaki 10 einstaklinga, með mælingartækjum. (2) Eftir 4 vikur af daglegri notkun, á úrtaki 12 einstaklinga, með mælingartækjum. (3) 30 mínútum eftir ásetningu, á úrtaki 34 einstaklinga, hlutfall ánægju. (4) Eftir 4 vikur af daglegri notkun, á úrtaki 34 einstaklinga, hlutfall ánægju. (5) Prófað á tilraunastofu.
Notkunarleiðbeiningar
3 leiðir til ásetningar, 3 stig af þekju:
Notaðu KABUKI BRUSH fyrir fljótlega og auðvelda miðlungs þekju: Notaðu burstann til að vinna farðann inn í húðina með léttum hringlaga hreyfingum frá miðju andlitsins og út á við.
Notaðu FLUID FOUNDATION BRUSH fyrir nákvæma ásetningu og mikla þekju: Byrjaðu í miðju andlitsins og dragðu burstann út á við til að hylja allt andlitið.
Notaðu fingur þína fyrir markvissa ásetningu og náttúruleg áhrif: Þrýstu fingrinum létt yfir þau svæði sem þú vilt hylja og blandaðu svo farðann þannig hann verði eitt með húðinni.
Þessi farði er fáanlegur í fjölmörgum litatónum til að laga sig að öllum húðtónum. Phyto-Teint Perfection-línan býr yfir 11 litastigum sem henta öllum húðlitum: frá 000 fyrir ljósustu og upp í 8 fyrir þá dekkstu. Þegar þú hefur fundið þitt litastig þá er því skipt í undirtóna: kaldur (C), hlutlaus (N) eða hlýr (W), sem vísar til þess hvort húðin þín hafi meira af bleikum eða gulum litatónum. Þú getur notað „Shade Finder“-tólið til að hjálpa þér að finna rétta litinn.
Ávinningur innihaldsefna
„Hydro-Booster Complex“ (örkúlur af hýalúrónsýru og konjac-fjölskykrum) viðhalda raka í húðinni fyrir þrýstnari ásýnd. „Aqua-Lock Complex“ (vatnsútdráttur mintu og plöntusykur) veitir ferskleika og tafarlausan raka. „Vita-Light Complex“ (kíví og eplaþyrniber) auka ljóma yfirbragðs húðarinnar og eykur orku húðarinnar.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.