Vörulýsing
Ný kynslóð af formúlu sem fjarlægir dauðar húðfrumur. Exfoliating Enzyme Mask er undirbúningshúðvara sem á 1 mínútu jafnar ásýnd húðarinnar og afhjúpar ljóma hennar en formúlan hentar öllum húðgerðum, þar á meðal viðkvæmum.
Skyndiskref til að umbreyta ásýnd húðarinnar þökk sé tvennskonar virkni:
1. Leysir upp dauðar húðfrumur og undirbýr. Papín, 100% náttúrulegt ensím, leysir upp dauðar húðfrumur á mildan hátt til að undirbúa húðina fyrir þær húðvörur sem á eftir fylgja. Húðin verður sléttari og silkimjúk.
2. Afhjúpar ljóma. Blanda fullkomnandi innihaldsefna hreinsa húðina á sama tíma á sama tíma og þau skapa jafnari og ljómameiri ásýnd. Húðin fær jafnara yfirbragð og ljómar af fegurð. Fínt duftið umbreytist í ríkulegt froðukrem er það snertir vatn, fullkomið til að bera á sem maska.
Á aðeins 1 mínútu veitir það ljómaaukandi virkni: dauðar húðfrumur fjarlægðar, svitaholur verða minni ásýndar, áferð húðarinnar virðir fágaðri. Yfirbragð húðarinnar verður jafnara, sléttara og tærara og ljómi hennar afhjúpaður – húðin er fullkomlega undirbúin fyrir ásetningu næstu húðvara.
Ávinningur innihaldsefna
Papín leysir upp dauðar húðfrumur á mildan hátt. Púðuragnir af plöntuuppruna hreinsa. B3-vítamín stuðlar að jafnara yfirbragði og ljómandi ásýnd. Blanda af lavender og majóran ilmkjarnaolíum veita náttúrulegan og róandi ilm.
Notkunarleiðbeiningar
Settu teskeið af duftinu í lófann og blandaðu saman með fingurgómunum á meðan þú setur smám saman lítið magn af vatni þar til freyðandi krem myndast. Berðu þunnt lag á allt andlitið og hálsinn, forðastu augnsvæðið. Láttu standa í 1 mínútu að hámarki og skolaðu vandlega með vatni. Forðastu snertingu við augu. Fylgdu eftir með næstu skrefum í þinni daglegu húðrútínu. Má nota 1 til 2 sinnum í viku.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.