Vörulýsing
Phyto-Lip Balm frá Sisley er hlaðinn mýkt og raka. Varirnar verða þrýstnari, rakameiri og fá samstundis fegrandi áhrif auk langvarandi þæginda. Bráðnandi og skynræn áferðin sameinast nærandi formúlu sem umvefur varirnar með fínlegri og sléttandi filmu fyrir fyllri og fallegri varir. Strax verða varirnar sjáanlega sléttari og ljómandi. Þær verða þrýstnari, rakameiri og nærðar allan daginn með Shea-smjöri og „Hydrobooster Complex“.
Formúlan er auðguð þörungum og E-vítamíni svo dag eftir dag þá eru varirnar varðar gegn utanaðkomandi áreiti. Phyto-Lip Balm er fáanlegur í glærri og rósalitaðri útgáfu en einnig í ferskum bleikum tóni sem bregst við pH-gildi og veitir vörunum því sérsniðinn lit. Auðveldur ásetningar og hægt að byggja ákefðina, liturinn getur því verið náttúrulegur eða áberandi, en aðlagast öllum húðtónum.
Hægt er að bera Phyto-Lip Balm á varirnar yfir daginn til að veita þeim satínkenndan ljóma. Í gylltum og hvítum sebraröndóttum áfyllanlegum umbúðum.
Hvernig er áfyllingin sett í? Áfyllingin festist í botni hettunnar. Fjarlægðu efri hluta varalitarins með því að toga hann upp og smelltu nýju áfyllingunni í.
Ávinningur innihaldsefna
„Hydrobooster Complex“ (hýalúrónsýra og „Konjac Glucomannan“-örkúlur: Fyllir húðina strax með raka og viðheldur raka til lengri tíma. Samstundis verða varirnar þrýstnari og sléttari ásýndar.
Shea-smjör: Nærir.
Þörungar: Gerir varirnar þrýstnari og veitir raka.
E-vítamín asetat: Ver varirnar gegn oxunarstreitu.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu varasalvann beint á varirnar og notaðu hann einan, sem grunn fyrir varalit eða með varalitablýanti fyrir dekkri lit.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.