Vörulýsing
Eye and Lip Gel Make-Up Remover sameinar áhrifaríka fjarlægingu farða og ávinning húðumhirðu. Formúlan veitir vellíðan á sama tíma og hún fjarlægir augnfarða og varalit. Mjúk og bráðnandi geláferðin veitir notalega tilfinningu ferskleika við ásetningu og skilur ekki eftir sig olíukenndar leifar.
Eye and Lip Gel Make-Up Remover fjarlægir langvarandi og vatnsheldan farða, fangar litaagnir, ryk og önnur óhreinindi og hreinsar þannig allan snefil af óhreinindum af augnhárum og augnlokum. Augnsvæðið verður ferskara, rakameira og bjartara. Þessi gelkenndi farðahreinsir hjálpar til við að draga úr augnháramissi sökum fjarlægingar farða.
Augnhárin verða betri, mýkri og glansandi. Formúlan er prófuð undir eftirliti augn- og húðlækna. Hentar viðkvæmum augum og þeim sem nota augnlinsur.
Ávinningur innihaldsefna
Bóndarós veitir mýkt og þægindi.
Kornblómahýdrólat róar húðina og mýkir.
B5-vítamín og glýserín af plöntuuppruna stuðlar að auknum raka í húðinni.
Tónandi blanda af ginseng og appelsínublómavatni fríska upp á augnsvæðið.
Notkunarleiðbeiningar
Tvær mögulegar aðferðir:
1. Settu lítið magn af gelinu á bómullarpúða og strjúktu varlega yfir augu og varir, byrjað yst, þar til allur farði hefur verið hreinsaður af.
2. Settu lítið magn af gelinu á þurra húðina með fingurgómum og nuddaðu því varfærnislega í hringlaga hreyfingum.
Ljúktu hreinsuninni með því að strjúka bómullarpúða yfir. Ekki skola af.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.